Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 37
IÐUNN)
Góð kaup.
31
Guðmundur rétti honum flöskuna og sagði:
;>Já, sko; blessaður súptu á; það veitir ekki aL
Hann er farinn að kólna. Ég held hann sé að herða
frostið«.
»Nei, mér er ekkert kalt. En ég vil verða fullur«.
»Nú jæja, sko. Við skulum þá verða fullir. Ég hefi
nóg whisky, þegar þetta er búið«.
Þeir þögðu stundarkorn. Guðmundur liorfði hugs-
andi út í myrkrið; síðan rélti liann Páli ílöskuna og
sagði;
»Einu sinni var Gráni þinn góður hestur«.
Þetta var Páli viðkvæmt mál. Honum sárnaði það
mjög, hve stirður og lundillur klárinn hans var orð-
inn, og sár-skammaðist sin fyrir að geta ekki orðið
öðrum mönnum samferða. »Ó-já; þeir fóru ekki
margir fram úr honum, á meðan við vorurn báðir
yngri. Aumingja Gráni. Ég býst við að verða að lóga
honum í haust. — Og þá hefi ég engan ldár, sem
reitt er. Nasi ætlar að verða ófær«.
»Jæja; ætlar ekkert að verða úr Nasa?«
»Nei, það er öðru nær. Hann er bölvaður lurkur«.
Páll þagði stundarkorn; síðan sagði hann:
»Það var ilt verk af þér, Gvendur, þegar þú hafðir
hann Sörla minn út úr mér og það fyrir ekki neitt.
Það ætli ég að muna«.
»Fyrir ekki neill! Kallarðu það ekki neitt að fá
150 krónur fyrir fjögra vetra fola, óalinn?«
»Já; það kalla ég hreint og beint ekki neitt fyrir
annan eins hest og Sörli er orðinn«.
»Orðinn! F-n það veiztu nú að er eingöngu mér
að þakka. Hjá þér hefði aldrei orðið neitt úr honum«.
»0-nei; það er líkast til ekki. Kann ske, að ég sé
ekki eins mikill reiðmaður og þú? Svona; hættu nú
þessu«, sagði Páll, og var auðheyrt, að honum fanst
Guðmundur hafa misboðið sér freklega.
»Jæja, hvað sem því nú líður«, sagði Guðmundur,