Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 71
•IÐUNN ]
Myndun íslands og ævi.
65
þetta hefir stórmikið af efnaforða landsins borist á
haf út og farið forgörðum. Ef þessi öíl hefðu verið
ein um hituna, væri ísland fyrir löngu jafnað að
grunni og horfið úr tölu landanna. En jarðeldarnir
og lyftiöfl jarðskorpifnnar hafa hamlað á móti; þau
hafa lyft nýu og nýu efni upp fyrir yfirborð hafsins
og fylt upp í skörðin fyrir þvi, sem hin öllin eyddu.
Það er því jarðeldunum frekast að þakka, að ísland,
þessi afskekta eyja hefir varðveizt til vorrá daga.
IV. Upphaf íslands.
Upphaf íslands rek ég til þess tíma, er hin elztu
jarðlög, sem fundist hafa hér á landi, mynduðust. Á
hvaða tíma jarðsögunnar eru þessi undirstöðulög
landsins mynduð?
Blágrýtið er aðalefni íslenzku fjallanna austan-,
norðan- og veslanlands, og nær þar frá efstu tindum
niður að sjávarmáli. Lög þessi eru þvi afar-þykk
og liafa þurft óralíma til að myndast. Af blágrýtinu
sjálfu getum vér eigi séð, hve gamalt það er eða á
hvaða tímabili jarðsögunnar það hefir myndast. það
sem beztar upplýsingar getur gefið um það efni, eru
leifar jurta og dýra, sem finnast kunna á milli berg-
laganna. í hinuin fornu blágrýtisfjöllum hér á landi
hafa víða fundist jurtaleifar, bæði mókol og surtar-
brandur, og i leirlögum, sem fylgja brandinum, hafa
viða á Veslurlandi fundist blöð og ávextir af trjám
þeim og jurtum, sem brandurinn er myndaður af.
Er það sönnun þess, að gróður þessi hafi vaxið á
þeim stöðum, þar sem leifar þeirra nú eru. Af blað-
leifunum má þekkja tegundirnar og fræðast um það,
á hvaða tíma þær hafa vaxið. Svissneskur náttúru-
fræðingur, Oswald Heer að nafni, hefir rannsakað
jurtaleifar úr lögum þessum og komist að þeirri
Iönnn IV. 5