Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 137
iðunnm
Súsamel.
131
þar. En þar var svo landþröngt og bratt, að viðar-
skýlið og fjósið stóðu uppi í sjálfri hliðinni. '
íJá er við lögðum að landi laust fyrir hádegið, sté
kláleitur reykurinn upp um reykháfinn. En Nóra
Arna kom hlaupandi niður eftir til okkar.
Heima beið okkar »rjómagafl« með steyttum sykri,
piparkökur, kringlur og kaffi. Var það afráðið að
fara upp í sumarkofann við Veiðileysu, vera þar um
nóttina og veiða urriða með Súsamel.
Eg átti að fá að ríða rauða hestinum, sem Súsa-
ttiel átti í félagi við stjúpbróður sinn, en þau Nóra
Arna ætluðu gangandi.
Það var einkennilegt að sjá til þeirra á leiðinni —
þau lilógu og gerðu að gamni sínu eins og krakkar
°g mösuðu svo ótal margt, sem mér var með öllu
óskiljanlegt.
Leið okkar lá i bugðum yíir móann, sem var hér
°g þar heiðgulur af múltuberjum.
Og fótviss var hann, litli klárinn með hvíta flip-
aún, er hann fetaði plankabrvrnar eða stiklaði alls
kyns gjótur og gjár; en ég var óvanur og hræddur
að ríða. Súsamel hughreysti mig og fullvissaði mig
Unh að hesturinn sinn væri »hestlærður gönguskarfur«.
Síðan hefi ég nú oft heyrt orðatiltækin »náms-
^estur« og »púlshestur«, en ég hefi engan heyrt við-
hafa orðið »hestlærður« nema Súsamel. En nú skil
eg vel þá miklu viðurkenningu, sem í þessum orð-
Una lá, á hinni þaulreyndu eðlishyggju fjallahestsins.
, °8 ljósar eru minningarnar í huga mínum um
þennan sólheita og erfiða, en tignarfagra dag. Og —
kvöldið, er við sakir flugunnar tendruðum bálið fyrir
nlan sumarkofann. Og nóttina, er við lágum úti á
^atninu og veiddum. Enn sé ég í huga mér þessa
Snmarnótt í einhverri annarlegri svefnmóðu eða
i'aumbjarma, þar sem við vorum að dorga fyrir
lskinn og skugginn bæði af bátnum og sjálfum okkur
9*