Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 142
136
Jónas Lie:
i iðunn
— Þekkir þú mig þá ekki lengur, Súsamel?
Hann svaraði engu, en sat þögull og þungbúinn.
— Það komu þjáningadrættir í andlitið, stórleitt og
fölt af fangelsisvistinni.
— Súsamel! — mælti ég. — Við vorum þó einu
sinni vinir. Manstu, þegar ég heimsótti þig? — Manstu
fjallförina?
Hann ieit á mig og svo mælti hann eftir stundar-
korn:
— Það voru sæludagarnir; — en nú eru þau árin
komin, er ég get sagt um: »Þau eru eintómt, eilíft
myrkur! ... Hendur mínar eru flekkaðar af blóði
dúfunnar«. Og hann rétti þær báðar fram í áttina
til mín, myrkur á svip. Djúp, þögul, máttvana ör-
vænting lá í orðunum.
Smátt og smátt tókst mér þó að losa svo um
tunguhaftið á honum, að hann tók að spyrja um
hitt og annað af högum mínum og — áður en við
vissum af vorum við aftur horfnir til liðinna daga.
Hið mikilfenglega og þó innilega barnslega eðli, er
hann bar undir brynju hörku sinnar og mannfælni,
þráði svo innilega ástúð og vináttu. Og það kvöld,
í rökkrinu, trúði hann mér fyrir öllu.
— Ein er sú vera í heiminum, — mælti hann —
sem mig hefir langað til að drepa, og það er kona
stjúpbróður mins, Ivaisa. Daginn, sem ég frétti, að
hún væri dauð og hefði játað á sig alt það illa, sem
hún hafði gert mér, lá ég hér inni og hló og hló,
þangað til þeir settu mig í spennitreyjuna. Oft stóð
ég fyrir utan hús hennar og hugsaði með mér, að
aldrei mundi ég fá frið, fyr en ég hefði drepið hana.
Eg sá það þegar frá byrjun, að hún myndi aldrei
gefast upp, fyr en ég misti vitið og Nóra lægi kaldur
nár eins og myrt vesalings sólskríkja.
Frá því er ég kyntist Nóru fyrst, þá er ég bjarg-
aði henni úr sjónum, óttaðist ég, að liún hefði gefið