Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 46
40
Valdemar Erlendsson:
[ IÐUNN
»Ja, við hefðum nú svo sem nóg að gera í Holti,
ef við værum þar eftir »driftsamir«, því nú ætlum
við að girða Nesið af. Staurana ætlum við að setja
niður í vetur«, sagði Páll.
»Nú, þið ætlið að fara að girða Nesið af. Pið ætlið
að fara að þrengja að okkur nágrönnunum. Þið lofið
kvíaánum mínum og kúnum að ganga þar um há-
sumarið eins og undanfarið, sko?«
»Nei, það getum við nú ekki gert lengur. Nesið er
eini bletturinn í landareign Holts, sem nokkuð veru-
íegt gagn er í, og það er lireint ekkert vit í að láta
búpening nágrannanna flá það og hafa sama sem
ekkert fyrir«, sagði Einar.
»Ekkert fyrir! Sko, talaðu ekki svona, maður.
Kallarðu það ekkert, að ég skuli árlega hafa borgað
ykkur svona frá 50 til 70 krónur í beitartoll frá því
um fráfærur og til rétta?«
»Það eru hreinustu smámunir á við það, sem við
gætum haft upp úr landinu með því að heyja þar.
Og auk þess gengur megnið af fénaði þínum og
hrossum alt árið í Nesinu. Nei, það er fastráðið, að
við girðum það og hleypum upp frá þessu engri
skepnu inn á það«, sagði Einar.
»Nú, sko.' Mér þjddr þið ætla að fara að hafa
nokkuð mikið um ykkur þarna í Holti. Þið ætlið að
neila mér um beit fyrir húpening minn um kvía-
tímann, þó þið fáið fulla borgun fyrir, og þó þella
séu ævagamlir samningar milli Holts og Tungu. Eg
efast um, að þetta sé löglegt hjá ykkur. Sko, ég verð
að athuga þetta nánara seinna. Það er nú livorki
meira né minna, en að ég verð að gera svo vel að
hætta að færa frá, ef mér verður bægt frá Nesinu;
sko, það er dálaglegur greiði við mig, þetta«. — —
í þessu bili kom Elín inn með kökudiska og syk-
urskál og rjómakönnu. Peir feðgar stóðu báðir upp
samstundis og heilsuðu henni, Páll með lcossi og