Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 82
76
Guöm. G. Bárðarson:
[ IÐUNN
Af leifum þeirra hafa svo myndast kynstur af mó og
gróðrarmold, er varðveizt heíir í sjóði fram á þenna
tíma og vér nú njótum arðs af.
Fuglar þeir, sem nú lifa hér á landi, tóku sér hér
bólfestu á þessum tíma; einnig skordýr, lindj'r og
ýms önnur lægri dýr, sem á landi lifa; ælla menn
helzt að þau haíi fluzt hingað með fuglum eða reka-
við. Refirnir settust hér og að; hafa þeir að líkind-
um komið til landsins með ísnum. Önnur landspen-
dýr hafa ekki náð að komast hingað yfir haíið, nema
ísbirnirnir, en þeir hafa vist aldrei orðið bólfastir
hér1). Sædýralífið lók og stórum stakkaskiftum; ýmsar
tegundir, er lifðu í hinum svellkalda sæ jökultimans,
hopuðu frá ströndum landsins norður á bóginn und-
an hinum hlýju hafsstraumum, en aðrar suðrænni
tegundir komu í þeirra slað, og fjölgaði þeim smám
saman eftir því sem hlýnaði og lífsskilyrðin urðu
meira við þeirra hæfi.
Enn i dag eru allir hinir sömu kraftar starfandi
hér á Iandi, sein reist hafa landið frá grunni og
skapað útlit það að fullu, sem það nú hefir; vinna
þeir stöðugt að þvi að breyta landinu og umskapa
það á sama hátt og fyr á tímum. Öfi þessi eru sí-
starfandi fyrir augum vorum, en vér veituin þeim
sjaldan eftirtekt né athugum, hvaða verk þau eru að
vinna. Vér heyrum nið lækjanna, drunur fossanna,
brimhljóð hafsins og þyt vindanna og sjáum skrið-
jöklana mjakast í hægðum sinum frá hjarnjöklunum
ofan í dalbotnana; en vér ihugum það sjaldnast, að
í þessum daglegu atburðum felast þau reginöfi, sein
þess eru megnug, að sópa landinu undan fótum vor-
um og jafna það að grunni. Aftur á móti hrökkvum
1) Menn vita eigi meö vissu, livort mýs hafa veriö licr fyrir landnáms-
tíð; líklegast er þó, aö þær haíi eigi komið fyr en meö landnámsmönnum.