Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 87
IÐUNN1
Ingólfslíkneskið á Arnarhóli.
81
handa sér og niðjum sínum. Skyldi það verða ævar-
andi eign þeirra og óðal. Og þar áttu þeir ekki að
þurfa að þola neinum erlendum manni ofríki.
En hvað er orðið um öndvegissúlur Ingólfs? Og
hvað varð um frelsi og sjálfstæði íslendinga? þeir
glötuðu því á Sturlungaöldinni, þá er hver höndin
var uppi á móti annari. Þeir glöluðu sjálfstæðinu
fj'rir sitt eigið ofríki og yfirgang. Og þá lagðist
landið undir erlenda konunga.
Síðan leið öld eftir öld, og ein plágan af annari
gekk yfir landið, og oss hnignaði æ meir og meir
bæði andlega og líkamlega. Vér vorum að því komnir
að glata sjálfum oss og gleyma tungu vorri.
En þá komu þeir Eggert, Skúli, Bjarni, Baldvin,
Jónas, Tómas og — Jón Sigurðsson til þess að vekja
oss af aldasvefni.
Og erlendur ævintýramaður eins og Jörundur varð
til þess — sællar minningar! — að sýna, að vér gæt-
um orðið sjálfstæðir. Hann hlóð Jörundar-vígi —
»batteríið« svonefnda. Og það var eina minnismerkið,
sem vér áttum lengi vel; og hvergi nærri veglegt,
þar sein það minti á erlendan ævinlýramann, er
sveik sína eigin þjóð og bjóst helzl til að stjórna oss
með »tukthús«-limum sjálfra vor!
Góðu heilli var farið að rjúfa þelta »vígi« um það
bil, er danska. sendinefndin kom, og moldin úr því
flult á sæ úl; og þar mun nú bráll ekki steinn yfir
steini standa.
En sjálfstæðið og fullveldið fáum vér nú fyrir göf-
uglyndi og réttsýni Dana og sókn vorra eigin sona,
— ef vér sjálfir viljum.
ísland er með öðrum orðum um það bil að finna
sjálft sig aftur, verða sjálfslætt og fullvalda ríki.
Og þetta er auðvitað lang-merkasti atburðurinn í
sögu landsins, annar en sá, er landið fanst í fyrstu.
Eigum vér þá ekki að minnast þessa hvorstveggja,
löunu iv. 6