Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 161
U)UNN ]
Ritsjá.
155
að draga sig saman. Svo að pað er ekki nein pörf á heljar-
bruna, brunasáruni og löngum legum til pess að sætta pá
»karlana«. En pað er eins og pað sé orðin tízka nú að
hafa bruna i hverri sögu.
Petta eru aðalgallarnir á sögunni, sem annars er laglega
sögð, en heldur smáfeld og tilprifalítil. Og höf. ætti að
tnuna pað, ef hann unir ekki lengur smásögunum og vill
fara að skrifa stærri sögur, að pær eiga að vera ein lífræn
(organisk), samhangandi heild, par sem engu er ofaukið og
persónurnar helzt sýndar til grunna. A. H. B.
Austur i blámóðu fjalla, Eftir Aðalstein Kristjánsson.
Með 12 myndum. Winnipeg 1917.
Bók pessi er frekar rituð fyrir íslendinga vestan hafs
en austan, en er pó að ýmsu leyti eftirtektarverð fj’rir oss,
sem búum hcr heima. Höf. er tillölulega ungur maður,
ættaður úr Eyjafirði. Hann fluttist vestur fj'rir 13—14 ár-
um, etlaust með tvær hendur tómar, og án allrar skóla-
mentunar, en hefir, að sögn, efnast par vel, svo hann er
nú talinn ríkismaður eftir vorum mælikvarða.
Ósjálfrátt detta manni ýmsar spurningar í liug, er litið
er á slíka bók. Hver áhrif hefir gullgræðginnar land, Ame-
rika, haft á penna unga mann; hvað hefir hún kent hon-
um og hvaða lifsskoðanir hefir hún innrætt honum? Vænt-
aulega sjálfbyrgingshátt og fyrirlitningu fyrir öllu öðru en
dollurum og auðkýfingum? Pessum spurningum er að
uokkuru leyti svarað með pvi einu, að fyrsta verk höf.,
Þegar efnin eru fengin, er að ferðast heim í gamla átthaga,
°6 næsta að skrifa bók um ferðalagið og annað, sem
hann hefir einkum fest hugann við. Mér er sem ég sjái
helztu gróðamennina hér lieima setjasl niður og skrifa
haekur fyrir fólkið.
Ég skal ekki rekja ferðalag höf. um Ameríku, Skotland
°8 ísland, en skritið er pað pó að ýmsu leyti. í Skotlandi
ferðast hann til fæðingarstaðar pjóðskáldsins Robert
hurns. Hann hefir auðsjáanlega lesið kyæði hans og fund-
lst mikið lil um pau. Hann gleðst yfir pvi, liversu Skotar
halda húsinu vel við, par sem hann er fæddur, og allri
Þeirra ræktarsemi. í Glasgow lineykslar hann stéttaskift-