Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 94
S8
Agúst H. Bjarnason:
[ IÐUNN
óhagsýni og svo slælega, að ekki þótti fært að selja
móinn fyrir minna en 45 kr. smálestina, — og 50
kr., er á leið, — og þótti hann þó lélegur. Og nú,
þegar reikningarnir eru gerðir upp, er sagt, að hann
muni ekki kosta bæinn minna en 75 kr. smálestin.
Og svo var frá móbirgðuin þeim gengið, er áttu að
geymast til vetrarins, að þó nokkuð af þeim kvað
hafa skemst. Berið þetta nú saman við mótekjuna í
öðrum löndum, t. d. Svíaríki, þar sem smálestin
kvað ekki hafa kostað meira en 6 kr., og hyggið
svo að, hvort verkhygnin og trúmenskan muni komin
á svo hátt stig hér á landi, að þorandi sé að leggja
framleiðsluna undir umsjón og sljórn hins opinbera?
En gerum nú ráð fyrir, að vér hefðum bæði svo
mikið verksvit og svo mikla ósérplægni og trúmensku
í öllu opinberu starfi til að bera, að þetta væri þor-
andi, brestur oss þá ekki algerlega auðmagn það, er
þyrfti til þess að reka þannig lagaða framleiðslu
í stórum stíl? Tökum tvö stærstu mannfélögin hér á
landi til dæmis, bæjarfélag Reykjavíkur og þjóðfélagið.
Þótt óskemtilegt sé það afspurnar, lifir bæjarfélag
Reykjavíkur eins og ílest önnur sveitafélög hér á
landi frá hendinni til munnsins1), þ. e., á útsvörum
þeim, sem jafnað er niður á gjaldendur bæjarins á
ári hverju. Þetta ár hefir verið jafnað niður hvorki
meira né minna en 483,926 kr. 49 au. og hrekkur
þó ekki fyrir útgjöldum, heldur gert ráð fyrir 33 þús.
kr. láni í viðbót til vegabóta. Af þessu fara 130 þús.
kr. lil fátækraframfærslunnar einnar saman, 100 þús.
kr. til vaxtagreiðslu og aíborgana af lánum, 44,500
til vatnsveitunnar, 40 þús. kr. lil vinnu handa fá-
tæklingum, alt að 80 þús. kr. í dýrlíðarráðstafanir,
70,300 kr. til barnaskólahalds, 26,200 kr. til stjórnar
1) Sýnt var í fyrirlestrinum næsta á undan, liversu sum erlend sveita-
og hæjarfélög lifa á eignum sínum, löndum, fasteignum og lóðum og
gera Iiorgara sína skattfrjálsa.