Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 133
IfiUNN]
Súsamel.
127
Hrði, og konu hans Kaisu; en hún var ekki öll, þar
sem hún var séð.
Það var há, mögur og grannvaxin kona með svarta
húfu á höfði og hæg og nett í framgöngu. Hún var
frið; en andlitssvipurinn var þó ekki viðfeldinn;
ennið var lágt og varirnar samanbitnar og lék jafnan
um þær undarlega dularfult eigingirnisbros.
Ivaisa og maður hennar tilheyrðu einum sértrúar-
flokknum þar nyrðra, flokk sem Súsamel hafði einnig
úpprunalega talist til, og nú, er hann var kominn af
gáskaárunum, tók að hallast að aftur, að svo miklu
leyti sem það gat samþýðst upplagi hans og eðlisfari.
Iíaisa og fólk hennar gisti í bændastofunni hjá
Wagel og hún hafði eitt sinn tekið sér fyrir hendur
að snúa krambúðarsveininum þar, Jakvist, og tala
um fyrir honum. En hún fékk ekki annað svar hjá
honum en gáska og gletni.
Kaunar voru ýmsir illgjarnir náungar, sem sögðu,
að ástæðan til þess, að hún dveldi alt af í bænda-
stofunni og fengi sér kaffl þar, væri sú, að hún —
þótt hún væri fyrir löngu af æskuskeiði — væri bráð-
hrifin af Jakvist, sem var maður fríður sinum með
hrafnsvart hár og hrokkið fram á enni. Þeir sögðu,
að litlu, móleitu kvenaugun hennar tindruðu og ljóm-
uðu, ef liún að eins kæmi auga á Jakvist, og að hún
hataði Nóru Árna, af því að hann gerði sér far um
uð hitta hana og masa og spjalla við hana.
Kaisa tók nú upp frá þessu að leggja það í vana
sinn að vanda um við foreldra Nóru Árna, fyrst fyrir
þeirra eigin alkunnu galla og síðan fyrir að láta
dóttur sína ganga þannig í algerðu aga- og eftirlits-
ieysi. Jafnan þóttist þessi góða kona hafa komist að
einhverju, er hún gat borið fyrir sig. Þá var og mikið
1-ætt um trúlofun þeirra Súsamels og Nóru, og Kaisa
vur óánægð með þann ráðahag.
Stærstu liviðuna fékk hún þó, er Nóra Árna og