Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 38
32
Valdemar Erlendsson:
[ IÐUNN
»þá er ég sannfærður um, að Sörli hefði ekki orðið
eins góð skepna í þinni eigu eins og hann er nú
orðinn, sko«.
Páll rétti Guðmundi flöskuna og sagði:
vÞú værir nú kann ske til með að selja mér Sörla
minn aftur?« Páll glotti kersknislega.
»Selja þér Sörla aftur, sko. Hverveit, hvað ég geri,
ef þú hagar þér eins og maður og segir mér satt«.
Páll bjóst alls ekki við þessu svari, var ekki vanur
neinum kostaboðum frá Guðmundar hendi. Hann
hugsaði sig stundarkorn um; síðan sagði hann einkar
reíkeilulega: »Mér er nú ekki um að segja, þó ég viti
eitthvað um hana Ellu«.
»Ég veit það, þó enginn hafi sagt mér það, að
þau Elín og Símon, sko, hafa ástamót með sér ein-
mitt hjá þér. Ég lieíi hvað eftir annað spurt hana
um þetta. En hún er þrá og lætur sig aldrei. Hún
hefir vísað mér til þín. Og sko; ég þarf að vita vissu
mína í þessu sem fyrst, svo ég viti, hvernig ég á að
snúa mér, svo ég geti afstýrt því, áður en alt er um
seinan. Símoni þarf ég að koma í burtu. En að fara
að troða illsakar við hann án þess að hafa ein-
hverjar sannanir eða votta móti honum, gæti, sko,
orðið mér til háðungar. En þegar ég er búinn að fá
höggstað á honum, þá hlífi ég lionum ekki. Hana
nú, sko. Nú er ég búinn að segja þér alt eins og er.
En þú ert svoddan helvítis þrjótur, að þú heldur
alt af kjafti. En sko, þú ert eini maðurinn, sein
getur liðsint mér í þessu. Ég skal vera rausnarlegur
við þig og selja þér Sörla samstundis fyrir 200
krónur, ef þú segir mér nú alt satt«.
Páll velti vöngum, íbygginn á svip, og smáglotti,
en sagði ekkert.
»Já, sko, selja þér Sörla fyrir 150 — til 200 kr.«.
»Selja mér Sörla fyrir 150 krónur. Pað er gott
verð. Hvenær á ég að borga það?«