Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 16
10
Holger Wiehe:
[ IÐUNN
Það væri ekki nauðsynlegt að bafa sameigin-
legan fæðingjarétt; það væri nóg, að hver þjóð veitti
hinum Norðurlandaþjóðunum ýmis forréltindi framar
öllum öðrum þjóðum. Vér höfum ágætt fordæmi í
Grágás. Þar segir meðal annars í Vigslóða: Um út-
lendra manna víg. — Ef útlendir menn verða
vegnir hér á lande, danskir eða sænskir eða
norrænir, þá eiga frændr hans sök; ef þeir ero
hér á landi, um þau III konunga velde, er ór
tunga er. En vígsakar um víg útlendra manna
af öllom löndom öðrom en af þeim tungom, er
ek talða nú, þá á hér engi maðr at sœkja þá
sök af frændsemis sökom, nema faðir eða
sonr eða bróðir, ok þó því at eins þeir, ef
þeir hafa hér við kannaz áðr. Það er: Á íslandi
fyrst íslendingar, þá Danir, Norðmenn og Sviar, og
því næst allir aðrir; og á sama hátt í Danmörku:
fyrst Danir, þá íslendingar, Norðmenn og Svíar, og
því næst aðrir, og þannig framvegis.
Tollar ættu engir að vera milli landanna, að
minsta kosti ekki á nauðsynjavörum, enda munu
vöruskifti vera nauðsynleg, meira að segja óhjá-
kvæmileg eftir stríðið, sakir skorls þess, sem nú er
í heiminum, og ekki verður bætt úr á einum degi.
Einnig gjaldeyris-bandalag, svo sem nú er, væri
nauðsynlegt.
Til þess að stjórna sammálunum og koma á sarn-
vinnu á ýmsum sviðum ættu þá konungar og for-
sætis- og utanríkisráðherrar, eins og þeir hafa um
tíma tíðkað, að koma saman á tilteknum tímum og
ræða málin; en jafnframt ætti að koma sarnan
sambandsþing, skipað uinboðsmönnum frá ölluin
löndunum. En til þess að hagga ekki jafnvæginu
milli landanna væri réttara að láta það vera að eins
ráðgefandi, svo sem dr. Henrik Ussing stakk upp
á hérna á árunum. Þá þyrftu heimaþingin að eins