Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 23
eðunn] Góð kaup. 17
þið farið að búa saman, þá fer þér að þykja vænt
um hann«.
»Svona, pabbi. Við skulum ekki vera að tala um
þetta. Ég elska hann aldrei, get það ekki. Og þó svo
kynni að fara einhvern tíma, þegar ég væri orðin
móðir að börnum hans, að mér yrði meinlítið til
hans, sem er líka allskostar óvíst, þá kemur mér
ekki til hugar að varpa þannig hlutkesti um ham-
ingju mína að ganga að eiga mann, sem mér þykir
ekkert vænt um, eingöngu með þá hæpnu von í
huga, að svo geti farið, að mér fari að þykja vænt
um hann, þegar ég kynnist honum. Nei, pabbi minn;
ég segi þér það í eitt skifti fyrir öll, að ég giftist
aldrei þeim manni, sem ég elska ekki. Þetta máltu
reiða þig á«.
»Já; þessi ást, sko. Það er undarlegt með hana.
Sko, hún er nú sannarlega ekki mikils virði á móts
við það, sem meira er um vert, og það er góður
efnahagur. Hún er ekkert nema stáss og leikfang, en
gagnslaus með öllu í lífinu. Hvaða vit heldur þú nú
að sé í því fyrir stúlku að giftast bláfátækum manni,
sem getur ekki séð fyrir konunni sinni, eingöngu af
því, að hún elskar hann og hann elskar hana? Sko,
•elskar, fussum svei! Ég er hræddur um, að þeim
hjónum verði lítið lið í þessari ást, þegar fram í
sækir og örbirgðin sækir að«.
»Pabbi! Það er ástin, sem gerir hjónin hamingju-
söm, en ekki fjármunirnir. Peningar eru hjónunum
einskisvirði til hamingju, ef þau elska ekki hvort
annað«.
»Þú segir þetta, sko, Elín, af því að þú þekkir
ekki fátæktina. Þú ert alin upp við allsnægtir og
■veizt ekki, hvað það er að vera févana. Og sko; ekki
skil ég í, að nein hjón geti étið ást sína, þegar þau
®tla að drepast úr vesaldómi og sulti«, sagði Guð-
^nundur og hló við.
löunn IV.
2