Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 47
IÐUNN]
Góð kaup.
41
handabandi, Einar með handabandi eingöngu. Elín
sagði ekkert, en fór út.
»Ja, það er víst um það, að liún Elín er lang-
fallegasta stúlkan hérna í sveitinni, og þó víðar væri
leitað. Og svo myndarskapurinn í öllum greinum,
hí, hí, hí!« sagði Páll og leit á Guðmund.
»Já, sko, það er hún áreiðanlega. Og þess vegna
vil ég ekki, að hún giftist neinum ræfli. Hún getur
valið úr mönnum, stúlkan«.
»Já, óhætt um það«, sagði Páll. Einar horfði út
í horn.
»Já, sko. Elín i Tungu slcal ekki giftast neinum
vesaling«, sagði Guðmundur drembilega, um leið og
hann stóð upp og sótli whisky-flöskuna og setti hana
á borðið. Á meðan tæmdi Páll staupið, sem eftir var.
Nú kom Elín inn með kaffið, raðaði bollunum á
borðið og helti í þá. Hún var rjóð og heit og leit
ekki upp. »Gerið þið svo vel«, sagði hún og ætlaði
út, en Guðmundur tók í handlegg henni og sagði:
»Drektu kaffi með okkur, dóttir sæl, okkur til
samlætis. Við þurfum líka að tala við þig«.
Elín roðnaði enn meira og sagði þó hressilega:
»Já, það er bezt ég geri það«. Svo fór hún út, en
kom aftur að vörmu spori með bolla handa sér,
fékk sér stól og settist á milli þeirra Holts-feðga,
heint á móti föður sínum. Guðmundur helti whisky
1 tvö staupin, en hvolfdi þvi þriðja.
»Sko; gerið þið svo vel að fá ykkur kaffi. Ja, sko.
Vilt þú ekki fá dálítinn dropa út í kaffið, Einar?«
»Nei, þakka þér fyrir«, sagði Einar og leit á Elínu.
Nú varð þögn í stofunni. Allir voru að drekka
kaffið. Eftir góða stund sagði Guðmundur:
»Já, sko. Þú ert víst að finna mig, Páll ?«
»0-ja-á«, sagði Páll og leit beint framan í Guð-
oiund. »Eins og við töluðum um í gærkveldi, Guð-
niundur minn«.