Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 64
58
Guðm. G. Bárðarson:
[ IÐUNN
þvert úr Þingeyjarsýslum suður í Rangárvalla-, Ár-
nes- og Gullbringusýslur. Hann hittist einnig í ýms-
um öðrum landshlutum. Blágrýtismyndanir landsins
eru geisi-þykkar, eða svo þúsundum metra skiftir,
að því er talið er. Grágrýtismyndanirnar eru miklu
þynnri, en ná þó yfir all-stórt svæði um miðbik
landsins.
Baulusteinn (liparit) er miklu óalgengara en
basaltið hér á landi, en hittist þó til og frá í öllum
landshlutum. Sumstaðar eru heil fjöll mynduð af
þessari bergtegund, svo sem Baula í Norðurárdal.
Baulusteinninn er oftast ljósleitur. Hrafntinna og
biksteinn eru nokkurskonar aíbrigði af baulusteini.
Gra n ophy r-steinn er skyldur baulusteininum;
hann hefir fundist á Snæfellsnesi og við Hornafjörð
og Lón eystra.
Gabbro er granitkend bergtegund; hún hittist í
Skaftafellssýslum. Þannig eru lieilir hamrar i Eystra-
og Vestrahorni myndaðir af þessari bergtegund.
Bergtegundir þær, er ég hefi talið hér að ofan, eru
alt gosmyndanir, myndaðar á sama liátt og hraun
þau, sem myndast hafa á vorum dögum, af vellandi
hraunleðju, er oltið liefir upp úr jörðunni. f*ó mun
baulusleinn, granophyr og gabbro oft ekki hafa náð
sem bráðið hraun upp á yíirborðið, lieldur storknað
í uppgöngunum undir og inn á milli basalt-laganna,
og liafa þá basalllögin í kring svignað og umturnasl
á ýmsa vegu af þrýstingnum neðan frá og tekið
ýmsum breytingum vegna hita-áhrifanna; má víða sjá
merki þess umhverfis baulusteinsfjöllin.
Móbergið (móhella (Tuft), þursaberg (Breccia) o.
fl.), á rót sína að rekja til eldgosanna, því það er
upphafiega myndað af eldfjallaösku, vikri, gjalli og
hraunmolum. En auk þess hefir vatn, vindar og
jöklar haft allmikil áhrif á myndun þess. Móbergið
nær yfir víðáttumikil svæði um miðbik landsins og