Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 50
44
Valdemar Erlendsson:
1IÐUNN
ég ekki heyra eitt orð meira um þessar helvitis bolla-
leggin^ar ykkar. Skilur þú það, Páll?« sagði Guð-
mundur og stóð upp af stólnum.
Páll hélt áfram: »— einkum ef nokkuð yrði úr
því, að hann Einsi minn giftist henni Ellu þinni«.
Einar stóð upp og kveikti í pípu sinni og fór að
flelta ljósmyndabókinni á dragkistunni. Elín roðnaði
dálítið við og leit á föður sinn. Hann hlesti sér í
vonzku niður á stólinn aftur og var í bersýnilegum
vandræðum með, hvað hann ætti að segja.
Eftir örfá augnabiik sagði hann þó: »Að hún Elín
dóttir mín giftist honum Einari. Hvað segir þú? Ertu
orðinn vitlaus, eða ertu öskrandi fullur? Elín að
giflast Einari! Ha, ha, hal Svona, nú hættir þú þessu
slúðri, Páll, eða það kostar verra«.
Páll glotti kersknislega og sagði: »Eg hefi nú alt
af haldið, að það þyrfti ekki að kosta nein illindi,
Guðmundur minn, þótt börnunum þætti vænt hvoru
um annað, hí, hí, hí! Elín þín er búin að vera trú-
lofuð honum Einari mínum rúmt ár. Pað er ekki
hann Simon, sem hún hefir verið að finna, þegar
hún hefir skroppið ofan eftir til okkar«, sagði Páll
drýgindalega og leit beint i augu Guðmundi.
»Pú lýgur þessu. Þetta er alt helvítis lýgi«, sagði
Guðmundur og stóð upp og fór til Elínar, tók fast
í handlegg henni og sagði: »Segir Páll þetta satt,
Elín? Hefir þú verið að daðra við strák-forsmánina?
Er þetta satt? Svaraðu!«
Elín stóð upp af stólnum ósköp rólega, losaði
hönd föður síns af handlegg sér og gekk til Einars
og rétti honum hönd sína og sagði: »Já, pabbi, þetta
er satt. Þennan mann elska ég, og honum ætla eg
að giftast«.
Páll hló. Guðmundur titraði af geðshræringu og
tók báðum höndum um höfuð sér og sagði:
»Sko — sko — sko. Ég — ég er asni! Er — er