Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 25
IÐUNN]
Góö kaup.
10
»Nú, sko; þegi þú, á meðan ég tala. Mér þótti ekki
neitt vænt um hana. En ég sá, að hún var mesta
myndar-stúlka, og vissi, að hún var talsvert efnuð,
og svo var hún mesta ,forstands‘-manneskja, eins og
þú manst. Og það orð fór af henni, að hún væri
vel greind. Þaðan hefir þú gáfurnar, Ella mín; það
veit ég. En sko; ég heíi nú aldrei verið neitt sérlega
heimskur heldur. — Jæja, sko, en þegar við vorum
búin að búa saman nokkurn tíma, þá fór mér að
þykja vænt um hana, reglulega vænt um hana. Okkar
ást varð ekki til fyr en við fórum að búa saman.
Svona gekk það fyrir okkur. Og man ég ekki betur
en okkur búnaðist sæmilega«.
»Þetta er nú ekki satt hjá þér, pabbi. Mamma
elskaði þig áður en hún giftist þér«.
»Jú; það er öldungis rétt hjá þér. En sko; ég elsk-
aði hana ekki minstu vitund fyr en eftir nokkura
sambúð, og þó fór hjónaband okkar ágætlega. Þetta
er nú mín reynsla. Og min skoðun er sú, að sam-
búðin og hjónarúmið eigi að skapa ástina, en fyrir-
hyggjan og fjármunirnir eigi að ráða giftingunni. Þá
mun vel fara. Þetta er, sko, mín reynsla og mín
skoðun«.
»Já; ég veit þetta alt, pabbi. Ég veit, að þið bænd-
urnir hérna í hreppnum og sumt yngra fólkið skoðar
hjúskaparmálin sem hver önnur verzlunarmál. Og
allar giftingar hér eru ekkert annað en verzlun. Þið
Verzlið með börnin ykkar eins og með kindurnar
ykkar. En ég ætla ekki að láta verzla með mig«.
»Já, sko; því er nú bölvans ver, að það eru of
fáir, sem skoða hjúskaparmálin sem verzlunarmál.
Ef lleiri gerðu það en gera, þá færi margt betur
en fer«.
»Svei! Viljið þið ekki stofna kaupfélag um hörnin
ykkar og verzla með þau í réttunum eins og kind-
urnar og hrossin? Þér þýðir ekkert að halda þessari