Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Qupperneq 61
IÐUNNj
Myndun íslands og ævi.
55
uðust kol i Svíþjóð og á Borgundarhólmi (Trias) og
þykk lög af kalksteini og krit í Bretlandi, Frakklandi,
Danmörku, Þýzkalandi og viðar (Krítar-tímabilið).
V. Nýöld (Kainozoiska öldin; af kainos =r nýr og
zoon). Nú breytist jurta- og dýralífið á jörðunni hröð-
um skrefum í áttina til þess, sem nú er. Ein- og
tvíkímblaðaðar plöntur fá algerða yfirhönd, og í
skógunum ryðja lauftrén sér til rúms. Hin risavöxnu
skriðdýr miðaldarinnar voru undir lok liðin, en
spendýrunum fjölgaði óðum, og einkenna þau mest
dýraríki þessarar aldar. Loks kom maðurinn wkóróna
sköpunarverksins« til sögunnar. Hinar elztu minjar
manna verða með vissu raktar til fyrri hluta Kvar-
tertímabilsins (jökultímans). Þannig hafa fundist
beinagrindur manna í hellum í Mið-Evrópu, sem
menn álíta, að hafi geymst þar frá fyrri hluta jökul-
tímans. Menn þessir hafa verið all-frábrugðnir þeim
mönnum, sem nú lifa, og eru því taldir sérstök teg-
und (Neanderdal-menn). Höfuðkúpan var lítil, ennið
lágt og afturdregið, hakan mjög lítil, kjálkarnir sterkir
og tennurnar mjög stórar. í jarðlögum Miocen-tím-
uns hafa fundist tinnuflísar, sem sumir fræðimenn
hafa álitið að væru áhöld eða vopn eftir menn; en
Það er enn alveg ósannað, að svo sé.
Á fyrri hluta þessarar aldar (Tertiertímabilinu)
urðu miklar byltingar í jarðlagamyndun ýmissa landa
°g eldgos. Þá mynduðust helztu fjallgarðar heimsins,
bæði hér í álfu og eins í Asíu og Ameríku. Þá urðu
n,ikil eldgos víða um lönd, t. d. á Bretlandi, Fær-
eyjum, íslandi og Grænlandi. Þá uxu miklir skógar
uf suðrænum trjám í ýmsum norðlægum löndum, t. d.
ó Grænlandi, íslandi og víðar; af leifum slíkra skóga
hafa víða myndast lög af mókolum og surtarbrandi.
Síðar (á jökultímanum) gengu jöklar yfir norður-
btuta Evrópu og Ameríku, þar sem nú eru blómlegar
ygðir og frjósöm lönd.