Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 70
C4
Guðm. G. Bárðarson:
| IÐUN'N’
lög víða undirlag jarðvegsins á láglendum landsins,
sem legið hafa í sæ á jökultímanum. Við aðgerð
jöklanna hefir landið tekið miklum stakkaskiftum;
geisi-þykk lög hafa sópast burt af yfirborði þess.
Sumt af þvi efni hefir síðar farið til aukningar á
ströndum landsins, en sumt hefir þó borist svo langt
á haf út, að það er að fullu tapað landinu.
Loftið. Yms efni, sem í loftinu eru (t. d. súrefni)
hafa kemisk áhrif á ýms jarðefni og breyta þeirn á
ýmsan hátt, en lítið ber á þeim áhrifum, þvi þau
fara fram í kyrþey. Meira ber á áhrifum vindanna;
þeir þyrla upp leir, sandi og öðrum smágerðum eða
léttum jarðefnum, llytja þau með sér langar leiðir og
safna því í lægðir og dali, þar sem lilé er, en suml
bera þeir í ár og læki, en nokkuð á haf út. Gott
dæmi þess eru roksandarnir í ýmsum héruðum lands-
ins. Með sandinum, sem vindurinn fej'kir með sér,
sverfur hann og rispar berg og steina; sjást þess
víða merki á móbergshömrum á Suðurlandi, þar sem
sandbyljir eru algengir.
Gróðurinn liefir átt mikinn þátt í því að breyta
útliti landsins. Hann hefir breitt glitblæju yfir hinar
eyðilegu bergmyndanir og stórum fegrað svip lands-
ins með litfegurð sinni. Af plöntunum hafa einnig
mjmdast mólög í dældum og lægðum á yfirborði
landsins; og auk þess hafa plönturnar átt mikinn
þátt í því að breyta steinefnunum í frjósama gróðr-
armold, sem er eitthvert hið gullvægasta jarðefni, er
landið á.
Ýmislegt lleira mætti nefna, sem átt hefir þátt í
að breyta útliti landsins, en til þess er ekki rúm
hér, enda er alt það mikilvægasta talið.
Aðalstarfsemi liins rennandi vatns, hafsins, jökl-
anna og vindanna, hefir verið í því fólgin að leysa í
sundur hin föstu efni, sem landið er myndað af, og
flytja þau niður á bóginn áleiðis til hafsins. Við