Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 157
IBUNN’ ]
Ritsjá.
151
hún liggur í sárum sínum á spítalanum eftir brunann, að
hún með bræði sinni og heiftaryrðura hafi ef til vill orðið
til þess að spana vitfirringinn, son sinn, til þess að kveikja
i húsum Jósafats, segir frú Finndal:
aÞér hefðuð getað með nokkurn veginn sama sanni sagt,
að stjórnmálamenn Norðurálfunnar hafi fyrir mörgum ár-
um orðið valdir að þvi, að hús Jósafats var brent, mælti
hún. Reir skiftu löndum ósanngjarnlega. Út úr þvi verður
hatursólga. Pað hatur veldur því, meðal annars, að maður
hleypir af skammbyssu á ríkiserfingja langt suður í lönd-
um og drepur hann. Það skammbyssuskot kemur af stað
veraldarófriði. Vegna þessa ófriðar eru lögð tundurduQ í
Englandshaf. Eitt tundurduflið varð syni yðar að bana.
Andlát sonar yðar gerði Jósafat kost á að niðast á yður i
fjármálum og freistaði bans til þess. Atferli Jósafats vakti
hjá yður reiðina. Reiðiorð yðar virðast einhvern veginn
hafa komið vitskertum piltinum til þess að vinna þetta
óhappaverk — hvort sem þau hafa beinlínis vakið hjá
honum hugsunina um brennuna eða skapað skilyrð-
ið fyrir einhverjar illgjarnar vitsmunaverur til þess að
geta notað liann sem verkfæri til að koma illræðinu fram«
[bls. 308-309].
Sér nú ekki höf., þegar hann hugsar um það, að liér er
óslitin, skiljanleg hlekkjafesti orsaka og alleiðinga um sam-
býlið til ills eða góðs alt frá stjórnmálamanninum niður í
vitfirringinn, alt fram að þessu »eða«, sem ég hefi leyft
mér að undirstrika? Pví stendur lika siðferðishugsjón hans
þarna föstum fótum á grunni veruleikans. En til hvers þá
þetta »eða«, — til hvers þá að fara þessa krókaleið yfir i
annan lieim? Sér hann ekki, að það er að kippa fótunuin
undan sinni eigin siðakenningu og draga allan mátt úr
henni, ef hann skellir allri skuldinni á góðar og illar ver-
ur frá öðrum heimi og gerir oss mennina að eins að
»verkfæri« í höndum þeirra?
Mér finst, til þess að brúka liöf. eigin orð og leggja
hans eigin mælikvarða á hann |sbr. bls. 74], að liann hefði
átt að fleygja öllu þessu »dóti« um »lilla bróður«, »astral-
planið« og illar og góðar vitsmunaverur annars heims í
sina »andlegu ruslakistu«, af því að þetta dregur til muna