Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 48
42
Valdemar Erlendsson:
[ IÐUNN
Elínu svelgdist á kaffinu. Einar leit á Pál.
»Já, sko. Það er þá bezt að snúa sér að efninu.
Þú þarft, sko, ekkert að vera feiminn við það, að
Elín er viðstödd. Ég er búinn að segja henni frá
samningi okkar. Og ég endurtek það nú, að ég sel
þér Sörla fyrir 150 krónur, sem borgist samstundis,
ef Elín viðurkennir sögu þína rétta hér í áheyrn
okkar allra«.
»Já, þetta er alt gott og blessað. Þið heyrið hverju
Guðmundur lofar, börn«. Elín og Einar litu hvort á
annað, en þögðu. »En ég vona, Elín mín, að þú
reiðist mér ekki, þó ég segi honum Guðmundi mín-
um, hvaða erindi þú hefir átt niður eftir til okkar
núna upp á síðkastið. Eða kann ske þú viljir heldur,
að hann Einsi segi frá?«
»Nei, það er bezt þið faðir minn hafið það, eins
og þið hafið samið um. Við Einar skiftum okkur
ekkert af því«, sagði Elín einbeitt.
»Nú, jæja. Þá skulum við snúa okkur að efninu.
Því fyr, því betur, sko«, sagði Guðmundur.
»Já, það er sjálfsagt«, sagði Páll og saup á boll-
anum. Elín titraði og fölnaði. »Sjálfsagt, já. Hann
Einar minn er nú orðinn tuttugu og þriggja ára
gamall. Ja, það er satt, þau eru jafnaldrar, hún EUa
og hann —«.
»Ja, sko; það kemur nú ekkert málinu við. Reyndu
að komast að efninu«.
»Já, hann er nú orðinn tuttugu og þriggja ára,
pilturinn. Svo að ég hefi ákveðið að láta hann taka
við af mér í vor þessu búhokri og jörðinni«. Guð-
raundur leit illilega til Einars. Páll hélt áfram: »Hann
ætti að vera orðinn fær um það, pilturinn. Hann hefir
verið talinn heldur efnismaður, drengurinn. Er það
ekki, Guðmundur minn?«
»Jú, hann er ekkert sérlega óefnilegur, strákurinn.