Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 108
102
Árni Þorvaldsson:
[ iðuNN
ræki eða sleppi alveg að lesa eina greinina einn dag-
inn og aðra greinina hinn; fer það eftir jTmsum at-
vikum, hverri greininni hann sleppir, og hverja hann
metur mest í það og það skiftið. Hver einstök grein
verður þá hjá nemandanum líkust ílík, sem stöguð
er saman úr 5’msum misgóðum, mislitum pjötlum,
oft og tíðum illa samskeyttum. Og þegar nú sumar
pjötlurnar vantar alveg, þá er liætt við að flíkin
verði götótt. Svo er heldur ekki ugglaust um, að
samskeytin bili. En fari svo, þá losnar um hinar
pjötlurnar, þar til þær og detta af og flíkin verður ónýt.
2. Daglegir skólatímar eru óþarflega margir.
Að sitja á skólabekkjum í 6 stundir samfleylt er
mjög lýjandi fyrir nemendur, og hafi skólinn ekki
nægum kennurum á að skipa, verður vinna sú, er
fellur á einslaka kennara skólans óhæfilega mikil og
lamar andlegan þrólt þeirra. í sumum útlendum
skólum er því einum og sama kennara ekki leyft að
hafa fleiri en 3 til 4 kenslustundir á dag. Eg hygg,
að varla megi ætla meðalnemendum færri en 6
stundir að meðaltali til undirbúnings undir kenslu-
tímana, eigi námið að vera sæmilega stundað; verður
því vinnutími þeirra 12 stundir á dag. Nemendur
hafa því sama sem engan tíma til að hugsa um
greinarnar og því síður til að lesa nokkuð utanhjá
viðvíkjandi greinunuin lil að styrkja skilning sinn
og kunnáltu sína í þeim. Þeim, sem seinir eru að
læra, verður námið því andlaus lektíulærdómur og
skilningslílill utanhókarlærdómur, því þegar önnur
úrræði þrýtur, grípa nemendur lil þess að læra lektí-
una skilningslaust utanbókar og tekst sumum á þann
hátt að blekkja kennarann, með því að hann hefir
oft ekki tíma til að prófa nákvæmlega hvern ein-
stakan nemanda, þar sem margir eru í bekk.
3. Nemendur eru skyldir til að koma i
skólatímana og liggur refsing við, ef út af er