Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 95
IÐUNN]
Á sócíalisminn erindi til vor?
89
bæjarins og 25 þús. kr. til þurfamanna utan Reykja-
víkur, sem gera má ráð fyrir endurgreiðslu á að
nokkru eða öllu leyti. Þá eru ótalin ýms önnur úlgjöld,
en þó sýnt með þessu, að bæjarfélagið hefir ekki
nein tök á að ráðast í kaup eða rekstur stórra fyrir-
tækja nema með lántökum og þá vandséð, hvort það
nrundi fá þau lán, ef til ætti að taka, ofan á þá
skuldasúpu, sem það þegar er búið að sökkva sér í,
en eignirnar á hinn bóginn litlar og lítt arðberandi.
Svo að það er girt fyrir það, að minsta kosli í bráð
og um ófyrirsjáanlegan tíma, ef þessu ráðlagi heldur
áfram, að Reykjavík geti orðið atvinnurekandi í stór-
um stíl.
Þá er landið sjálft og landssjóður, og lítur þar
ekki mikið vænlegar út, sízt nú, þar sem nýbúið er
að talca 6 milj. króna lán erlendis til landsverzlun-
arinnar og 2 milj. til skipakaupa landssjóðs, auk
innanlandslánanna. Er ekki enn sýnt, að landsverzl-
unin geti borið sig, þótt talið sé, að hún og skipin
hafi verið búin að gefa af sér c. 835 þús. kr. 31.
desbr. f. á. Alt er undir því komið, hvernig hún
verður rekin og hvort hún verður ekki fyrir stór-
kostlegum verðfallshnekki á eignum sínurn og birgð-
um, að stríðinu loknu. En gerum nú ráð fyrir því
bezta og lítum á hag landsins sjálfs. Alls skuldar
iandið nú, skv. skýrslu fjármálaráðherrans, liðugar
^9 milj. króna, og tekjuhallinn á siðastliðnu ári
varð »fakliskt« hvorki meira né minna en frain
undir tvær milj. kr. (1,940,109 kr.) og útlit fyrir
sáralitlar tekjur, eins og von er, á þessu ári. En hvar
lendir þetta þá? Og er útlit fyrir, að landið geti i
kráð bundið sér íleiri slórbagga í atvinnurekstri en
landsverzlunina? Ég sé það ekki. Og hitt virðist
mér liggja i augum uppi, að hvorki fjárhagslegu né
stJórnarfarslegu sjálfstæði landsins er nærri nógu vel
b°rgið, meðan það er í svo miklum skuldum liæði