Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 77
IÐUNN]
Myndun íslands og ævi.
71
likindum yfir síðari hluta Miocentímans og fyrri
hluta Pliocentímans. Engar jurta- eða dýraleifar hafa
fundist innan um þessar blágrýtis-myndanir til upp-
lýsingar um loftslagið, og eigi heldur neinar sæ-
myndanir, er greini frá afstöðu Iáðs og lagar.
4. þáttur. Myndunarskeið Tjörneslaganna.
Hin alkunnu Tjörneslög á vestanverðu Tjörnesi
eru ca. 150 m. þykk sjávarlög, mynduð af sand- og
ieirsteini. í lögum þessum er urmull af skeljum og
nokkuð af öðrum dýraleifum, svo sem hvala- og
selabein. Par að auki eru í þessari myndun lög af
mókolum eða surtarbrandi. Fornskeljarnar í lögum
þessum benda til þess, að Tjörneslögin séu til orðin
á miðbiki og síðari hluta Pliocentímans. Þar hafa
fundist skeljar, sem ekki lifa norðar en við England,
og aðrar, sem ekki hafa fundist lifandi sunnar en í
Faxaflóa. Sýnir það bezt, hver breyting hefir orðið
á sjávarhitanum, meðan lögin voru að myndast.
Framan af helir loftslagið að líkindum verið svipað
og nú á Bretlandi; síðan helir það smá-kólnað og
komist í svipað horf og það er nú hér á landi. Eftir
það mun hafa kólnað enn meira, þvi þá var jökul-
tíminn í aðsigi. Vér vitum ekkert með vissu um
íjróðrarfarið hér á landi þann tima, er lög þessi
voru að inyndast, því óvíst er, að viður sá, sem
brandurinn þar er myndaður af, sé vaxinn liér á
landi; er það ætlan manna, að brandur þessi sé
myndaður af rekavið.
Jarðeldamyndanir og aðrar landmjmdanir hafa án
®fa orðið til á ýmsum stöðum hér á landi, meðan
*ög þessi voru að myndast, enda þótt oss enn eigi
hafi tekist að greina þær frá jarðlögum annara
tímabila.
Myndun Tjörneslaganna bendir til þess, að sjórinn
hafi verið að smá-hækka á þessum slóðum, meðan