Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 127
IÐUNN|
Súsamel.
121
— Ég skal segja þér, af hverju hann var henni
reiður — sagði Jens Kiel íbj'gginn. — Þarna uppi í
kompunni, inni í horninu fann liann búðarsveininn
hjá Wagel, hann »fallega Jakvist«, — þú skilur! —
Nora hafði hleypt honum þangað inn, til þess að
bjarga lífi hans, er Rússarnir komu á eftir honum
upp stigann; og hann varð svo hræddur, þegar Súsa-
mel kom, alveg náfölur í framan! Það er hann, sem
hellir bróður Nóru Árna fullan á kvöldin, svo að
hún komi niður eftir að sækja hann. Hann er bál-
skotinn i henni. En — Súsamel getur farið með hann
eins og fífukveik!
Súsamel var nú orðinn tvent i senn, átrúnaðargoð
allra, ungra og gamalla, og sá er þeim stóð mestur
geigur af. Og hinar furðulegustu tröllasögur tóku nú
að myndast um hann.
Hann byggi, sögðu menn, á nesi einu inni í Rals-
firði og þurkaði hann fiskinn sinn á háum trönum
þar fyrir framan bæinn. Þar væri engum fært að
lenda bátnum sinum, — hann þyldi það engum!
Hann væri svo sterkur, að hann hefði einu sinni
lagt akkerið yfir þvera lúkuna á hollenzku skipi, þar
sem skipverjar höfðu móðgað hann; og við fjórða
ttiann gæti hann hrundið fram teinæringi. í úthöf-
unum hefði hann hvað eftir annað rutt Rússaduggur
°g gert hreinustu furðuverk i Finnmerkurhafi við
björgun skipbrotsmanna. Hann hafði jafnvel eitt sinn
1 sjávarrótinu siglt yfir þveran kjölinn, þar sem þeir
sátu, er hann var að bjarga, og náð þeim þó upp í
bátinn til sin.
Mestu afreksverkin hafði hann þó drýgt við Ló-
fólen á vertíðinni, þá er Norðlendingar og Ránverjar
börðust um veiðislöðvarnar. Hvar sem Ránverjar
urðu á vegi Súsamels, komst alt í uppnám. IJá var
ekki um annað að gera en að berjast eða hopa! —