Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 101
IÐONN]
Á sócialisminn erindi til vor?
95
trygging gæti boðið, og stafar það af því, að pen-
ingavextir eru hér tiltölulega háir, samanborið við
önnur lönd, svo að iðgjaldið yrði tiltölulega lágt og
sjóðurinn yxi þó tiltölulega skjótt.
En myndu nú landsmenn og þá sérstaklega hin
upprennandi kynslóð, sem lögin eingöngu tækju til,
vilja leggja þessa skyldukvöð á sig til sjálfstfyggingar
í ellinni, til viðreisnar landinu og til þess að sjá
fjárhagslegu og stjórnarfarslegu sjálfstæði þess borgið?
Þegnskylduvinnunni vildu menn ekki líta við, ef
til vill af því, að árangur hennar var óvís. En þetta
er þegnskylda í peningum, og þótt unglinga og
uppvaxandi lýð muni um minna en 10 kr. i pen-
■ngum á ári, þá er það þó lítið á móts við það,
seni æskulýður annara landa verður að leggia á sig
i herþjónustu og á annan hátt. Hér er föðurlands-
ústin, ef svo mætti að orði komast, metin til pen-
mga; og er nú eftir að vita, hvort íslendingar telji
hana 10 kr. virði, telji það 10 kr. virði, að tryggja
landið og framtíð þess í bráð og lengd, auk atkomu
sjálfra sín í ellinni.
Eg spyr. En nú er það þjóðarinnar, þingsins og
stjórnarinnar að svara. En litið virðist mér verða úr
öUu frelsis- og sjálfstæðishjalinu, ef þjóðin og þá sér-
staklega hin upprennandi kynslóð tjáir sig ekki fúsa
tii þessa.
Svari þjóðin neitandi, íinst mér hún vart þess verð
að lifa sem sjálfstæð og sérstök þjóð.
Svari hún spurningunni játandi, þá finst mér sem
hún eigi mörgum þjóðum fremur skilið að lifa og
hlónigast. Enda gerir hún það þá áreiðanlega. Því
aö með þessu tryggir hún bæði sjálfa sig og land
sitt í bráð og lengd.
Þetta er sú eina tegund »sócíalisma«, ef sócíalis-
uius skyldi kalla, sem ég hygg að eigi brýnt erindi
til vor og nú þegar. Því að slík skyldutrygging