Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 93
IÐUNN' ]
Á sócialisminn erindi til vor?
87
bera. Og þar komum vér einmitt að því, sem er
mergurinn málsins, og enginn maður með viti mundi
vilja lirapa að. Persónulega er ég þeirrar skoðunar,
að einkaframtakið sé enn sem komið er, af því að
mennirnir eru nú enn svo eigingjarnir og breizkir,
sem þeir eru, hollast fyrir flestöll fyrirtæki, nema ef
til vill þau, sem ég gat um í síðasta fyrirlestri min-
um1). Og að landið eða einstakar sveita- eða bæjar-
stjórnir, eins og hag vorum nú er komið, fari að
vafsast í rekstri stórfyrirtækja, tel ég hvorki tímabært
né ráðlegt. Skal ég nú reyna að færa nokkur rök
fyrir þessu og jafnframt sýna fram á, hvers við
þyrfti til þess að þetta yrði kleift.
Hugsum oss, að bæjarstjórnir, sveitastiórnir eða
landsstjórn ættu nú fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust
að taka að sér alla eða mestalla framleiðslu í land-
inu. Væri það ekki óðs manns æði? Og mundi ekki
skorta bæði á þekkingu, ósérplægni og auðmagn til
þessa, ef til-ætti að taka?
Hvaða stjórnir, hvort heldur sveitastjórnir eða
landsstjórn, mundu eins og þær nú eru skipaðar,
hafa þekkingu og verksvit til þess að annast atvinnu-
rekstur í stórum stíl, þannig að honum væri að fullu
borgið í höndum þeirra? Og þótt fengnir væru til
þessa færir menn og sérfróðir, væri þá trygging fengin
fyrir því, að bæði þeir og verkamenn þeir, sem þeir
^ettu að sljórna, væru svo ósérplægnir, að þeir ynnu
verk silt dj'ggilega?
Litum á mótekju lieykjavíkurbæjar síðastliðið
sumar. Verkfróður og fær maður, sem flestir
bugðu gott til, var fenginn til að standa fyrir
henni, og hann reiknaði það út, að smálestin
mundi kosta alt að 25 kr., og þótti full-dýrt. Verkið
var unnið fyrir hátt kaup, en þó með svo mikilli
1) Starfrœksla ýmislegs þess, er snertir almennustu lifsnauösynjar
ninnua, svo sem hús og lóðir, samgöngufœri, Ijós, hita og vatn o. s. lrv.