Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 136
130
Jónas Lie:
[ IÐUNN
óvætt. Að minsta kosti var engin sú stúlka í allri
Tromsö, sem hefði dirfst að feta í fótspor hennar, þótt
alkunna væri, að Súsamel væri mjög vel efnaður maður.
Mánuði síðar kom Súsamel sparibúinn og allur
uppstrokinn, með gljáhatt, silkibindi og hvítt lín um
hálsinn upp í eldhúsið til okkar. Hann hafði með-
ferðis fallegt handfæri með járnsteini og tveimur
önglum og baðst leyfis að mega gefa mér þetta. Var
honum veitt það. En ég man alt af eftir undrun
minni, þá er ég kom heim úr skólanum og sá hann
sitja í framstofunni með vínglas og kökur fyrir
framan sig, og móður mína, sem var hyggin og ein-
beitt kona, í mjög alvarlegri samræðu við hann.
Þessi varð þá sætt okkar og var ég hreykinn af,
að hann hafði, eftir ástæðum, gert sér talsvert far
um að vinna aftur vináttu mína.
í sumarleyfinu fékk ég að fylgja héraðsdómaranum
á þingaferðum hans um héraðið. Flestar voru þær
farnar á stórum póstflutningabát og var einn þing-
staðurinn inni í Balsíirði.
Lengi hafði mig langað til að koma á bæ Súsa-
mels, sem mér var sagt að væri skamt frá þingstaðn-
um, og heimsækja hann óvörum. Á ferðinni hafði ég
rætt margt og mikið um þetta og mér fanst það næst-
um yfirnáttúrlegt, er Súsamel, sem var staddur á
þinginu, fann ótilkvaddur upp á því að biðja hér-
aðsdómarann um leyfi til að hafa mig heim með sér
þar til að kvöldi næsta dags.
það var ekki nema örstutt leið út í litla nesið, þar
sem bærinn hans stóð. þar voru og nokkrir hey-
galtar og niðri við naustin i fjörunni voru nokkrar
fiskitrönur og hékk fiskur á þeim. Bærinn stóð undir
háu, bröttuj fjalli. Fjallshlíðin var mjög grj'tt, en
vaxin birkiskógi og voru grasgeirar í henni hér og