Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 31
IÐUNN]
Góð kaup.
25>
reiður, heldur meyr og hryggur í huga og iðraðist
nú eftir, hve vondur hann hafði verið við Grána og
tautaði fyrir munni sér: »Veslings Gráni minn! Allir
eldast. Allir þreytast. Þú ert nú kominn yfir tvítugt,
og ég er orðinn nærri hálf-sextugur. Oft hefi ég nú
verið vondur við þig, en aldrei þó eins og núna.
Blessuð skepnan; þú áttir þetta ekki skilið. Þetta var
alt Guðmundi að kenna. Hann riður alt af eins og
asni, þegar hann er fullur«. Páll nam staðar og.
hætti að tala við sjálfan sig, því að hann heyrði
jódyn að baki sér. Hann leit aftur, en sá ekkert, því
niðamyrkur var á. Og í sömu svipan heyrði hann
hófadyn ofar á veginum. »Hestar að baki og hestar
fram undan, en ég, Páll á Holti, hestlaus«, sagði
Páll, gripinn af einhverri óþægilegri tilfmningu um
augnablikskjör sín.
»Hver er þar?« var spurt að baki honum.
»Páll á Holti«, svaraði Páll án þess að líta við.
»Páll, hvar ertu? Páll, ertu hér?« kallaði Guð-
mundnr i Tungu og stöðvaði klárana rétt við nefið
á Páli.
»Nú; það var mikið, að ég átti eftir að sjá þig-
það er naumast, að þú þarft að flýta þér. Hvar náðir
þú Grána?«
»Nú; ég var farinn af baki til að bíða eftir þér,
eri þá kom klárinn mannlaus í hendingskasti og
stöðvaðist hjá Svip. Ertu ekki allur marinn og brot-
mn? En hver er þarna með þér?«
»Símon Sigurðsson. Golt kvöld, Guðmundur frændi.
Viltu whisky?«
»Marinn og brotinn — o, sei-sei, nei. Páll er ekki
enn farinn að detta af baki um dagana, og það ekki,
a nieðan Gráni var yngri«.
»Vil ég whisky? Áttu nokkuð? Mér sýnist þú ekki
þesslegur, að þú eigir mikið eftir á nestispelanum.
Mvað ert þú annars að gera i kaupstað? Nei; frændi