Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 111
IÐUNN!
Nýtt skólafyrirkomulag.
105
getur oft verið þannig farið, að hvorki kennarar né
nemendur geri sér ljósa grein fyrir afleiðingunum.
Einhverju sinni ætlaði t. d. duglegur kennari við
mentaskólann að kenna nemendum í einum af efri
bekkjunum fagran upplestur: þ. e. að deklamera
(o: lesa vel upp) kvæði og sögur. En þó þetta sé
bæði gagnleg og fögur list, þá kunnu nemendur samt
ekki að meta þessa viðleitni kennarans og gerðu gys
að öllu saman. Kennarinn sá því þann kost beztan
að hætta við þessa kenslu. Nú á að sjálfsögðu að
vera tekið tillit lil lestrar við próf, en prófin eru
þannig, að hælt er við, að það sé ekki gert, ef allir
nemendur kæra sig kollótta um það, hvernig þeir
lesa og lesturinn er jafn (lélegur) hjá öllum. En ættu
nú nemendur að mæta fyrir æðra dómi, sem þeir
vissu, að gæíi ekki eftir af kröfunum og þeir gætu
engin áhrif haft á, þá væri öðru máli að gegna. Þá
myndu þeir kveðja kennarann sér til hjálpar til að
ná því setta marki. í því dæmi, er ég tilfærði, var
nemendunum um að kenna; en sökin er líka oft
kennaranna megin.
5. Sumir kennarar vilja láta nemendur sina
fá hærri einkunnir en þeir eiga skilið, til þess
að breiða yíir það, sem aflaga hefir farið, og til þess
að að rir, sem ekki þekkja til, haldi að þeir séu góðir
kennarar, kenslan hafi gengið vel, og að nemendur
séu eins vel að sér í greinunum og einkunnirnar gefa
kynna. Aðrir kennarar »leiða« nemendur sína (þ.
e* hjálpa þeim) við munnlegu prófin meira en góðu
hófi gegnir, og hafa ýrnsir lélegir nemendur flotið i
flegn um próf i sumum námsgreinum á slíku. Sögu-
kennarar við marga skóla hafa til dæmis oftlega
Jregið marga villugjarna nemendur »í Jeiðslu« í gegn
"m myrkvið sögunnar. »Eg þarf ekki að vera að
læra þessa sögu; kennarinn segir mér alt saman við
Próíið«, sagði einhverju sinni léttúðugur piltur, er