Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 45
IÐUNN1
Góö kaup.
39
inu á stofunni og setti þau á borðið og helti í þau.
Páll hj'rnaði nú allur í svip.
»Gerið þið svo vel. Við skulum fá okkur einn
»snaps« til hressingar«.
»Nei, þakka þér fyrir, Guðmundur, ég hefi ekki
lyst á því núna«, sagði Einar og tók tóbakspípu upp
úr vasa sínum og kveikti í.
»Guðs ást fyrir mig«, sagði Páll og tæmdi staupið.
»Þú drekkur þá fyrir Einar líka, liana!«, sagði Guð-
mundur og færði staup Einars til hans.
»0, það held ég nú að Palli gamli þoli«, sagði
hann og rendi út staupið. »Guðsást fyrir«.
Guðmundur helti á öll staupin aftur og setti svo
ílöskuna inn í skápinn. Svo settist hann við hlið
Einari og sagði: »Hvert ætlar þú að lialda, Einar
minn?«
»Q, ekki lengra. Ég rölti þetta með pabba«, sagði
hann og roðnaði dálítið við og leit á föður sinn.
»Nú jæja, sko. Það var rétt af þér. Það er nú
sunnudagur. Og svo lrafið þið nú ekki svo mikið að
gera þarna á Holtinu; þrír fullveðja karlmenn heima«.
»Og það er nú salt, Guðmundur minu«, sagði Páll
hýrlegri á svip en áður. »Já, hann Einsi minn rölti
þetta með mér. Honum er nú fult eins vel kunnugt
um ástir Ellu og mér. Mér þótti því rétt að hafa
hann með mér, svo að hann gæti leiðrétt mig, ef
mér fipaðist. Hí, hí, hí!«
»Nú sko, það gerir heldur ekkert til; ef Elínu er
sama um, þó hann sé við, þá er mér sama, sko«.
»0, henni er víst sama um það, dúfunni. Þau eru
°ú svo kunnug frá blautu barnsbeini, börnin. Og
svo veit hún það, að honum er kunnugt um þessi
ttml, hí, hi, hí!« sagði Páll og seildist eftir einu
staupinu.
»SkáII« sagði Guðmundur og rendi út sitt staup
°g ræskti sig.