Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 154
148 Ritsjá. [IÐUNN
Alfred Ravad: íslenzk húsgerðarlist. lslandsk
Architektur. Dansk-Isl. Samf. Smaaskrifter No. 1.
Einar 8 bls. islenzki textinn og 6 bls. með myndum og
— þó svo þörf og tímabær liugvekja um húsgerðarlistina
okkar, sem engin er, en ætti að eiga einhverja framtíð fyrir
sér, ef vér vildum bvggja þetta land, svo sem því sæmdi.
Höf., sem mun vera hálfbróðir Tlior Jensens stórkaup-
manns, bendir á, að íslenzki sveitabærinn með húsbustum
sínum, er raunar séu af gotneskum uppruna, eigi svo eink-
ar vel við fjallatindana uppi yfir sér og iðgrænar grund-
irnar í kring. Og svo fylgir sýnishorn af einkar-laglegum
ísl. sveitabæ, eins og hr. Rávad hugsar sér hann snotr-
astan. Fallegur er hann útlits, en hið innra mætti bænum
vera betur og liaganlegar fyrir komið. Þá fylgir og pésan-
um uppdráttur af ísl. sveitakirkju ineð klukkustöpli yfir
sáluhliði. Ritstj. »Iðunnar« kann nú engan dóm á þetta að
leggja. En vel er, að vakið sé máls á þessu, þvi að fátt er
oss jafn-nauðsynlegt og það, að húsagerð vor taki ein-
hverjum verulegum bólum og að einhvcrju haganlegu og
þjóðlegu sniði verði komið á hana.
Það lýtir þó bækling þenna, hversu ísl. þýð. á danska
textanum er ábótavant, og ætti fél. að vanda betur til þessa
framvegis. Tek sem dæmi eina bls. A bls. 6 segir, að al-
þingishúsið sé »reist á grundvelli liins ísl. sljórnarfars«!
(d.: med den politiske Udvikling af 1874 for öje). Þar er
og talað um »landsborg«, er geti »liúsað« (þ. e. hýst, rúm-
að = d. rummet) stjórnarvöld landsins o. s. frv. Loks að:
»byggingin« sé ekki ætluð meiri en nauðsynlegt sé, sem á
að merkja, að húsið sé ekki stærra o. s. frv., og ýmislegt
íleira þessu líkt. En höf. verður ekki sakaður um þetta,
og söm er hans gerð, að brjóta upp á svo þörfu máli.
Ættu sem flestir að útvega sér pésann.
Einar Hjörleifsson Kvaran: Sambýli. Rvk. 1918. Útgef.:
Þorsteinn Gíslasón.
Þetta er Ijómandi saga, sem allir hefðu gott af að lesa,
ekki sizt á þeim hryðju- og gróðabrallstímum, er nú
standa yíir. Hún er rituð af hinni alkunnu snild höf., hin-
um næma skilningi hans á sálarlífi manna og ríka sam-