Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 131
IÐUNN]
Súsamel.
125
— Bróðir þinn sagði um daginn, að það væri svo
mikið af lauli og berjum í fjallinu hjá ykkur þarna
inni í Balsfirði. ... Eg hefi aldrei komið upp í fjall,
bætti hún við.
— Áttu hest, Súsamel? — spurði ég.
— Já, ég á rauðan hest og hann skalt þú fá að
sjá. Og ég á dálítinn sumarkofa uppi í Veiðileysu,
— þangað skalt þú fá að ríða.
— Er þá enginn fiskur í vötnunum þar?
— Sei sei-jú, það er lóm endileysa, að þar íiskist
ekkerl. Eg veiði þar væna urriða. Og svo eru múltu-
ber þar í móunurn — handa þér, Nóra! Þau voru
þaðan berin, sem þú færð núna.
— Svo þú átt hest, Súsamel — sagði hún.
— Já, og ég hefi meira að segja smíðað á liann
söðul.
— Söðul! hrópaði ég hrifinn.
•— Já, og ég skal smíða þér annan, — þetta er
kvensöðull.
— Ætlar Nóra þangað?
— Ég veit ekki, sagði hann, laut áfram og lauk
upp kringlóttri öskju, sem hann leitaði að einhverju
b — Það verður að vera undir henni sjálfri komið;
ég fyrir milt leyti vildi gjarna fá hana þangað. .. .
En svo getur verið, að hún kunni ekki við sig þar.
Hann lók upp gullprjón og stakk honum í hnútinn
ú silkiklútnum hennar. Hún roðnaði út undir eyru.
— Viltu eiga hann í fallega klútinn, Nóra? — sagði
hann með einkennilegri áherzlu á orðunum.
— Þú verður að tala við þau heima, — ég vil
þuð, Súsamel! — svaraði hún undarlega hægt og
borfði niður fyrir sig.
Eg skildi ekki, hvers vegna hún gat ekki sagt blátt
úfram »já« við prjóninum, né heldur hvernig á því
stóð, að hann alt í einu lók glaðlega í hönd henni
°g dró hana að sér. En svo þaut hún upp úr bátn-