Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 110
104
Árni Þorvaldsson:
| iðunn
skólum ekki síður en hér á landi. í þeim efnum eru
þeir skólar beztir, er menn að eins sækja til að fá
fræðslu, en skoða ekki sem urðarvegi milli sín og
embættanna, er þeir verði einhvern veginn að klöngr-
ast yfir til þess að ná í embættin, sem þeir sjá hilla
undir í fjarska. Áður á límum voru gefnar daglegar
einkunnir í skólum. Þær bökuðu kennurum töluvert
auka-erfiði, drógu úr kenslu þeirra, ollu þvi, að nem-
endur brugðu kennurum um rangsleitni og hlut-
drægni (sjálfsagt oftast að ósekju); öftruðu nemend-
um oftlega frá þvi að leita sér uppfræðslu hjá kenn-
aranum í tímunum (þeir voru sem sé hræddir uni,
að kennarinn kynni að lækka einkunnina, ef þeir
sjrndu fávizku sína með kjánalegum spurningum);
ollu því, að margir lásu að eins, þegar þeir voru
»upplagðir« (þ. e. bjuggust við að verða teknir upp
i greininni næsla dag) og voru aífk þess valdar að
tveim farsóttum: »Karaktér-sýki« og »skrópum«, er
bárust sem eldur í sinu, bekk úr bekk. Nú eru mán-
aðareinkunnir gefnar. Þær eru talsvert skárri, tölu-
verð framför í raun og veru; en þó er óhætt að
segja daglegu einkunnunum gömlu lil verðugs lofs,
að þær voru í miklu fyllra samræmi við það gæzlu-
og þvingunarfyrirkomulag, sem enn þá ríkir í skól-
unum, heldur en mánaðareinkunnirnar nú eru.
4. Að skólakennari sá, sem kennir nemend-
unum og býr þá undir stúdentspróf í sínura
greinum, prófi sjálfur sína eigin nemendur
er að mörgu leyti óheppilegt. Af þvi nemendurnir
vita, að kennarinn ræður miklu um það, bve strang-
lega hann framfylgir prólkröfunum; og af því að
kennarinn veit á hinn bóginn, að hann á að prófa
nemendurna, þá er hætt við, að kennarar og nem-
endur geti haft þannig löguð áhrif liver á annan, að
þau miði til að lækka prófkröfnrnar og draga skól-
ann niður á við i mentalegu tilliti. Þessum áhrifum