Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 33
IÐUNN)
Góð kaup.
27
sagt búið að mjólka kýrnar. Þú þarft að komast í
nýmjólkina; þú ert ekki svo þykkur á vangann. —
Þú, þú að fá hana Elínu dóttur mína! Nei, sko, það
verður aldrek.
»Nú, þú talar notalega við læknisefnið«, sagði Páll
og hló við.
»Læknisefnið! Hú, sko; sá held ég verði Iæknir!
Sko, hann skyldi þá ekki vera að drepast sjálfur. —
Hana, súptu á pelanum. Ivann ske þú verðir læknir«.
Guðmundur rétti Símoni flöskuna.
»Nei, Guðmundur minn; nú vil ég ekki meira. Nú
fer ég heim«.
»Jæja; farðu þá til helvítis og bíddu, þangað til ég
býð þér í staupinu. En Elínu fær þú aldrei; það
máttu reiða þig á«.
Símon gekk að hesti sínum og fór af stað.
»Verið þið nú sælir, og þakka ykkur fyrir«.
Guðmundur var að súpa á ílöskunni og anzaði
ekki undir eins. Þegar hann var búinn að láta tapp-
ann i flöskuna, kaliaði hann á eftir Símoni: »Sæll!
Þú verður aldrei sæll; þú ert ræfill«.
Svo gengu þeir að hestum sínum og fóru á bak.
Á meðan Guðmundur var að komast upp á klárinn,
tautaði hann fyrir munni sér: »Nei; á meðan ég
heiti Guðmundur, skal þessi ræfill ekki fá hana Elínu,
hana Elínu dóttur mína, sonardóttur hans Jóns
dannebrogsmanns í Tungu. Nei, ,takk‘.«
»Ósköp ertu dónalegur og kaldyrtur við hann Sí-
tnon, Gvendur. Þetta er þó allra-bezta skinn. Ekki
getur hann gert að því, þó hann sé eitthvað veikur.
Og gáfaður er hann«, sagði Páll, þegar þeir riðu
af stað.
»Hann er bölvaður ræfill, sko«.
»Hann er gáfumaður og bráðum útlærður læknir
°g ósköp hjartagóður og almennilegur maður. Hann
er kann ske nokkuð drykkfeldur, en það erum við