Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 15
IÐUNNl
Bandalag Norðurlanda.
9
alt af er að berja á dyrnar og aldrei gefst upp, fyr en
opnað er, mun gefast betur; einkum ef bent er á það
rólega og með óhrekjandi rökum, að fult sjálfstæði
og fult jafnrétti öllum aðiljum til handa, einnig þeim
sem minstir eru, sé skilyrðið, sé conditio sine qua non
fyrir sambandi og samheldni. Hverju hefir ekki Hafnar-
deild norræna stúdentasambandsins áorkað til viður-
kenningar jafnrétti íslendinga í sambandinu?x)
En hvernig ætti þá að haga þessu sambandi?
Áður hugsuðu menn helzt að hafa einn ríkis-
stjóra yfir öllum löndunum og sameiginlegt sam-
bandsþing til að annast sammálin, sem þá ættu helzL
að vera landvarna-mál og utanríkjamál. þetta er nú
fremur ólíklegt til samkomulags. Hvert land vill
áreiðanlega halda sínum konungi eða ríkisstjóra, og
að láta einn konunganna vera keisara Norðurlanda
(sbr. fyrirkomulagið á Þýzkalandi), myndi hagga
jafnvægi því miili landanua, sem er svo nauðsynlegt.
Enda væri sameiginlegur ríkisstjóri óþarfur. Það er
samvinnan, sem mest ríður á. Konungarnir yrðu
auðvitað að gera vilja þjóðanna.
Að hafa utanríkismálin algerlega í sameiningu,
mun einnig miður heppilegt; það væri betra, að þau
yrðu að eins að nokkru leyti sameiginleg, og að
öðru leyti yrði samvinna á því sviði. Hver þjóð
hefir nokkra hagsmuni út ó við, sem samrýmast
ekki hagsmunum hinna þjóðanna. Þess vegna ætti
hver þjóð t. d. að geta seirt sérstaka ræðismenn til
þeirra landa, þar sem hagsmunir hennar eru mestir.
Kn annarsstaðar mætli vel hafa þá sameiginlega við
eina hinna þjóðanna eða þá við allar. Og nokkuð
likt gæti átt sér stað um sendiherrana. Þó væri það
réttast, að hafa þá sameiginlega í sem tlestum lönd-
um. þar sem hægt væri að koma því við.
!) Fáninn viðurkendur á mótum snmbnndsins, og islenzkunni gert
jafnt undir liöfði og liinum norrænu niálunum.