Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 91
iðunn1
A sócialisminn erindi til vor?
85
fyrirtæki þetta sé sameignar- og samvinnufélag verka-
mannanna sjálfra, er rangt að lelja það »sócíalistiskt«.
I3ví að þar heflr að eins nokkur hluti einnar stéttar
tekið höndum saman til að reka atvinnu og til þess
að gæta hagsjnuna sinna gagnvart öðrum stéttum.
t’elta er því einskonar »stétlar-partikularismus«,
en ekki sócíalismus.
Sama máli er að gegna um önnur »samvinnufélög«
svo og kaupfélögin hér á landi. Sláturfélögin t. d.
eru slík samvinnu- og kaupfélög, þar sem ein stétt
manna, í þessu falli bændurnir, taka höndum saman
um framleiðslu sína og sölu á henni og setur öðr-
um stétlum beinlínis stólinn fj'rir dyrnar með því að
ákveða sjálf verð á vöru sinni, að minsta kosti innan
lands. Hér er því ekki heldur um neinn eiginlegan
»sócíalismus« að ræða, heldur einnig »stéttar-parti-
kularismus«.
Skipun »verðlagsnefndarinnar« benli í áttina til
sócíaiismans, því að henni var gefið vald til þess
að ákveða verð á vöru, jafnt erlendri sem innlendri
og ákveða hæfilegt dj'rleikahlutfall milli vörutegund-
anna. En nefnd þessi og alt starf hennar hefir, eins
og kunnugt er, orðið til hinnar mestu háðungar; hún
jafnan hlaupið eftir því hæsla verði, sem framleið-
anda eða seljanda hetir þóknast að setja, en þó í
Htlu eða engu verið hlýtt. I3að má því segja um
hana líkt og sagt var um einn ráðherrann okkar hér
um árið: »í3ilt er ríkið, en livorki mátturinn né
dýrðin«.
Tvímælalaust stærsti atvinnurekstur þessa Iands,
annar en verzlunin, hefir útgerðin verið, og er hún,
eins og kunnugt er, eign einstakra manna og félaga,
sem hafa fjölda manns i þjónustu sinni. Þar getur
Þvi létlilega komið upp ágreiningur milli vinnuþega
°g vinnuveitenda, enda hefir að minsta kosti einu
SInni kaslast í kekki milli þeirra, í háselaverkfallinu