Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 118
112
Árni Þorvaldsson:
l IÐUNN'
í ein’hverri námsgrein gæti komið honum að prak-
lisku gagni í lííinu, þó hann yrði að hætta námi af
einhverjuin ástæðum. Góð sénnentun í einni grein
hefir líka meira mentunargildi en kák í mörgum
námsgreinum.
Með þessu nj'ja skólafyrirkomulagi myndi öll þörf
fyrir skóla-aga (disciplin) hverfa af sjálfu sér. Ef ein-
hverjum nemanda félli ekki vel við einhvern kenn-
ara, þá tæki hann ekki kenslu hjá honum, kæini
ekki í tíma til hans, lieldur leilaði til annara. Ef
einhver nemandi hegðaði sér ósæmilega i kenslu-
stund, þá væri hann að eins sviflur kenslu þess
kennara og þyrfti enga rekistefnu til þess. En ég
hjfgg, að slíkt kæmi að eins örsjaldan fyrir. Á Grikk-
landi kvað engin skólaskylda vera; en vanræki ein-
hver unglingur skólann, þá er honum refsað með
því að svifta hann kenslunni við hann. En námfýsi
þjóðarinnar er mikil, og skólar kváðu vera þar injög
vel sóttir, því fáir vilja láta það um sig spyrjast, að
þeir hafi verið sviftir kenslu fyrir leti og slóðaskap.
4. Burtfararpróf við þá lærðu skóla, er búa
eiga nemendur undir inntöku á háskólann.
séu ekki haldin af kennurum skólanna, held-
ur sé allsherjarprófnefnd setl á laggirnar lil
að annast þau próf. Nefnd þessi sé skipuð 18 sér-
fræðingum og mentamönnum liáskóla íslands. þessari
allsherjarprófnefnd sé svo skift í 6 deildir, er svari
til námsdeilda lærðu skólanna, og verða þá 3 í hverri
deild. Þessar þriggja manna prófdeildir hafi svo prófin
á hendi, hver í sinni deild: t. d. 3 sérfræðingar há-
skólans í íslenzku, dönsku og sænsku annist burt-
fararpróf úr 1. námsdeild hinna Irerðu skóla o. s. frv.
Þessar 6 prófdeildir semji prófreglugerð, hver fyrir
sína prófdeild, í samráði við aðra vitra menn. í próf-
reglugerð þessari sé ákveðið, hve mikið »pensum« sé
heimtað til prófs i hverri grein fyrir sig o. s. frv.