Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 75
IÐUNN ]
Mvndun íslands og ævi.
69
grímsfjörður, lirjámslækur, Mókollsdalur í Stranda-
s^'slu o. fl.). Blaðleifar þessar hafa frætt oss um það,
hverjar tegundir hér hafa vaxið á þeim tíma, hvernig
loftslagið hali verið, og eins sést af þeim, að þetta
hefir verið á Miocentímanuin. t*ó er ekki óhugsandi,
að sum surtarbrandslög séu annaðhvort eldri eða þá
yngri. Þá var loftslagið hér miklu hlýrra en nú, eða
svipað og það er nú í Suður-Evrópu. Suðrænn jurta-
gróður breiddist yfir landið og hér uxu hávaxnir
skógar af eik, furu, birki, elri og tulipanvið og ýms-
um öðrum suðrænum trjátegundum. Þá óx hinn ís-
lenzki vínviður (vitis islandiea) hér og »slöngdist
iðgrænn« utan um stofna trjánna, en engin mannleg
hönd var þá nærri til að lesa vínberin af hinum
»höfgu klösum«. Líklegt er, að einhver dýr hafi alið
aldur sinn í þessari Paradís. Þó landið kunni að
hafa verið sævi girt í þá daga, hafa þó l'uglar að
minsta kosti getað heiinsótt landið. Hingað til hafa
þó engar slíkar dýraleifar fundist í surtarbrandslög-
um hér, nema örlitlar leifar af skordýrum.
Surtarbrandurinn og fylgilög lians hafa upphaílega
tnyndast í vötnum og mýrardælduni, líkt og mór á
vorum dögum. Rennandi vatn hefir safnað þar sam-
an sandi og leir, einnig trjábolum, greinum, blöðum
°g allskonar jurtaleifum öðrum; hafa þær svo breyzt
' mó og síðar í mókol eða surtarbrand undir heljar-
targi berglaganna, er ofan á hlóðust.
Þá halda og eldgosin áfram og blágrýtislög mynd-
uðust; hafa þau víst oft gert usla í skógunum, því
víða finnast trjábolir í blágrýtislögunum, sem lent
hafa f hraunílóði og bergið storknað utan um (t. d.
'ið Húsavík í Steingrímsfirði). Þá hafa einnig orðið
iiparitgos; þannig finnast all-þykk lög af liparitvikri
°ían á sjálfum surtarbrandinum sunnanvert við Stein-
grímsfjörð (Húsavík, Tröllalungu). Móbergslög (palo-
gonillufi') og þursaberg (palogonitbreccia) er víða