Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 126
120
Jónas Lie:
[ IÐUNN
drukkinn og steytti lireykinn hnefana eins og hnefa-
leikari og hrópaði á bjagaðri sjómannaensku:
— God dam you! hell, you bogger! og — come
’long he-eu! —
Hann var fölleitur piltur og grannvaxinn og mesti
væskill. Systir hans hafði grátandi reynt að fá hann
til þess að koma heim aftur. En við það æstist hann
að eins til rifrildis og ójafnaðar. Svo var það, að einn
Rússanna inni í búðinni móðgaði eitthvað Nóru Árna.
Hún rak upp óp, hljóp upp stigann og fól sig í loft-
herbergi, sem lienni tókst að læsa að sér. Þá höfðu
þeir alt í einu skifzt í tvo llokka: Norðmenn og út-
lendingarnir, sem sóttu að stiganum.
Það varð harður bardagi og Norðmönnunum veitti
miður. En sonur Kiels hafði, meðan þessu fór fram,
af miklu snarræði hlaupið lil Súsamels, sem liann
vissi að hafði komið þá um kvöldið og gisti hjá
Wagel.
Þá er Súsamel kom og heyrði angislaróp Nóru
Árna, hafði hann á svipstundu varpað öllu um koll
í stiganum til þess að sjá, hvernig ástatt væri uppi,
og þá tekið til að ryðja loftið og síðan búðina. Hafði
hann gengið svo ósleitilega að verki, að á eftir varð
að bera nokkra niður bryggjuna á trjám, og menn
héldu, að morð hefði verið framið.
— En Rússarnir rakna við aftur eins og ílugurnar,
þeir missa bara máttinn í svip! — sagði Jens Kiel
við mig, og hann sagði þetta í eitthvað svo sann-
færandi róm og svo viss í sinni sök eins og hann
væri að tilfæra einhverja gamla, alkunna slaðreynd.
Loks höfðu Rússarnir llúið út um loftsgluggana
niður á torfþekjuna, en búðarhurðin hékk morguninn
eftir klofin og skökk á öðru hjarinu.
Þá er Súsamel var tekinn fastur, hafði Nóra Árna
komið grátandi á eftir. Hún fylgdi honum alla leið
að dyrunum; en hann hafði ekki virt hana viðlits.