Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 14
8
Holger Wíehe:
[ IÐUNN
Meðan hin nátengdu norrænu lönd
nornin í sundur réð draga,
lagðir þú ísland með letrandi hönd
lífsfræin komandi daga;
þar vanstu festa vor frændsemis bönd,
fræga Saga.1)
Já, þér íslendingar eigið ekki að segja yður úr
sambandi við Norðurlönd, heldur eigið þér að festa
vor frændsemis bönd. Og nú getið þér þetta, þó
það hafi ef til vill áður verið nokkrum vandkvæðum
bundið. Nú er jarðvegurinn undir það búinn. — Þér
eigið ekki að draga yður í hlé. Það hafið þér gert
alt of mikið áður. Það eru e. t. v. einmitt þér, sem
eigið að sameina oss, um leið og þér ávinnið yður
sjálfum fult frelsi og jafnstæði. Þér eigið að segja við
oss hina (bæði í ræðu og riti): Norðurlandabúar,
sameinumst á alfrjálsum grundvelli!
íslendingar eiga marga góða vini í Noregi og Sví-
þjóð; en einnig í Danmörku, hugsa ég, munu ílestir
vinveittir Islendingum: allir sósíalistar, flestir í rót-
tæka vinstriflokknum, flestir Grundtvigs-sinnar og
margir aðrir; og þeir viðurkenna annaðhvort nú
þegar réttindi íslendinga, eða munu gera það, ef
málið verður skýrt rétt fyrir þeim. Jafnvel prófessor
Knud Berlin hefir sagt oftar en einu sinni, að hann
vilji lofa íslandi að vera sjálfstætt ríki í norrænu
ríkjasambandi. Sumir munu nú halda, að honum sé
ekki full alvara — en hann hefir sagt þetta, og —
þar við stendur.
Og ætli samtök við öll Norðurlönd séu ekki einmitt
bezta leiðin fyrir íslendinga til þess að ná fullu frelsi?
Ekki skil ég, að það sé rétta leiðin að gera ekki
annað en ögra og draga sig í hlé. t'rautseigjan, sem
1) Úr kvæðinu wlslamk cl'lir Andrens Muncli, í þýðingu MnUhiosnr
Jochumssonar.