Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 52
46
Valdemar Erlendsson:
[ IÐUNN
Elín, það veit ég þú gerir ekki. Hvað heldur þú
hún móður þín segði, ef hún mætti líta upp úr
gröf sinni?«
Elín lagði höndina á vanga honum og sagði blíð-
lega: »Jú, elsku pabbi minn, það geri ég. Ég get
ekki annað. Ég elska Einar, heíi elskað hann um
mörg ár, löngu áður en hann rendi huga lii mín. Og
þetta var ég búin að segja mömmu, og hún var ein-
huga með því. Ég gæti látið vera að giflast Einari,
en mér er allsendis ómögulegt að hætta að elska
hann. Og engum öðrum manni get ég gifzt. Elsku
pabbi, þú gerir það fyrir mig og hana mömmu
sálugu að gefa samþykki þitt«. Elín var klökk og
tárfeldi.
Guðmundur settist á stól og horfði í gaupnir sér
og sagði: »Já, Elín. Éú ert dótlir hennar móður
þinnar, en ekki dóttir mín. Þú skilur ekkert nema
þessa ást, eins og hún. En ég hefi aldrei skilið ykk-
ur, hvoruga. Ég get tæpast kannast við þig sem
dóttur mína. Þú vilt gera allri ætt þinni stór-skömin
og kollvarpa öllum mínum áætlunum með þessari
ást þinni. Ástin er voðaleg. Þú ætlar að verða til
að gera mig að ógæfumanni. Ég vildi þú hefðir aldrei
fæðst. — Já, hamingjan góða lijálpi mér! Aldrei
hafði ég búist við þessu. En hvað ég heíi verið mik-
ill asni, að sjá þetta ekki fyr. — Eg, Guðmundur í
Tungu, sonur Jóns dannebrogsmanns, ég að gifta
einu dótturina, sem ég á, bláfátækum smala-ræfli frá
Holti! Nei, það þoli ég ekki. Get það ekki. Má ekki
þola það«.
»En elsku, góðEpabbi. Þú misskilur þetta alger-
lega. Á engan annan hátt getur þú eins vel séð fyrir
hamingju minni. Einar er vænn maður og ötull, og
þótt hann sé ekki ríkur, þá er hann heldur ekki
snauður. Þótt þú gerir mig arflausa, þá giftist ég
Einari samt«.