Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 13
IÐUNN]
Bandalag Norðurlanda.
alls ekki um það, ef Þjóðverjar skyldu sigra í stríð-
inu; þeir mundu verða enn þá hættulegri »vinir«.
Og þá myndi það að minni ætlun vera afar-hættu-
legt að fara út í skilnað á þessum tímum; lítum
bara til Finnlands. Ætli sú hjálp, sem þeir hafa
fengið frá Þýzkalandi, geti ekki orðið nokkuð dýr-
keypt ?
Sumir vilja gera mjög lítið úr gagni því, sem sam-
bandið við Danmörk veitir íslendingum. En vér
vitum svo lítið um þetta gagn. Eg held, að sam-
bandið hafi verið Islandi að þó nokkru gagni, eink-
um óbeinlinis, en þó líka beinlínis. Vér hefðum
allir dáið hér úr hungri, hefði íslenzka stjórnin
ekki fengið að semja við Breta og Ameríku-
menn og fengið vörur frá þeim. En íslandi hafa
einnig borist eigi all-Iitlar vörur frá Danmörku, eink-
um nú upp á síðkastið, og er ég í nokkrum vafa
um, að það hefði orðið, hefði sambandinu verið
slitið. Sumir munu ef til vill telja þetta auka-
atriði; en að minni ætlun er það samt ekki þýðing-
arlaust.
Eg segi ekki, að íslendingar eigi að gefast upp;
kröfur þeirra um viðurkenningu fullveldis síns, um
algerðan siglingafána og íleira eru réttmætar. En ég
kann illa við orðin: annaðhvort — eða, mér geðj-
ast oftast orðin: bæði — og miklu betur. Þér Islend-
ingar eigið að berjast fj'rir réttindum yðar, en jafn-
framt eigið þér að varast að vera sjálfum jrður
nógir.
Ef þér haldið, að Danmörk sé eigi nógu voldug
að styðjast við, þá væri nær að leita að betri stoð,
stoð ekki eingöngu hjá oss Dönum, lieldur hjá öllum
frændum yðar á Norðurlöndum.
Það væri að minni ætlun mikil ógæfa, ef íslend-
*ngar segðu sig úr sambandi við Norðurlönd. Því enn,
held ég, gildir það sem norska skáldið segir: