Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 81
IÐUKN 1
Myndun íslands og ævi.
75
þessara ílóða varð »ginfjara«, því særinn lækkaði þá
niður fyrir núverandi sjávarmál; þá myndaðist mór
sá, er í ýmsum héruðum hittist í fjörum niður við
lágfjörumark. Hefir þar verið þurt land, er mór sá
myndaðist.
Jarðeldarnir hafa haldið áfram starfi sínu á þess-
um tíma eins og áður. þá og síðar (eftir landnáms-
tið) hafa myndast lög þau á yfirborði landsins, er
vér i daglegu tali nefnum hraun. Margvíslegar mynd-
anir hafa og orðið til af áhrifum jöklanna, hins renn-
andi vatns, sævarins og vindanna.
Það er jurtagróðurinn, sem framar öllu öðru hefir
umskapað landið á þessum tíma og breytt útliti þess.
Þegar jöklana leysti við lok jökullímans, hefir landið
verið nakið og bert og sem auðn ein yfir að líta;
berar klappir og úfnar urðir hafa skifzt á við víð-
áttumiklar jökulleirur og eyðisanda. En brátt koma
jurtirnar til sögunnar og taka að klæða landið. Fræ
þeirra hafa borist yfir höfin með straumum, fuglum
og vindum og féllu hér í góða jörð. Fyrst komu
skófir og mosar og klæddu hrjóstrin og undirbjuggu
jarðveginn fyrir æðri plöntur. Svo komu æðri jurtir,
grös, blómjurtir og að síðustu konungur og drotning
bins íslenzka gróðrarríkis, reynirinn og björkin og
aunað skyldulið þeirra, svo sem gulviðir, einir o. fl.
~~ Þessir landnemar skiflu sér siðan í sveitir (plöntu-
félög) eftir loftslagi og öðrum lifsskilyrðum, hinar
barðgervu heimskautajurtir fluttu sig eftir því, sem
loftslagið hlýnaði á eftir jöklunum, upp í hálendið;
v°tlendisjurtir völdust þangað, er jarðvegurinn var
rakur; valllendisjurtir þangað, er jarðvegurinn var
þur og frjósamari; en skógargróðurinn settist að á
^áglendinu og í dölunum, þar sem sólfarið og veður-
s®ldin var mest. — Síðan hafa plönturnar sumar
eftir sumar sprottið hér upp í miljónatali; kynslóð
þeirra eftir kynslóð dáið, visnað og lagst til jarðar.