Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 35
£ÐUNN] Góö kaup. 29
»Bíddu nú við. Fyrra sunnudag. Ja, ég var þá
ekki heima«.
»Þessu lýgur þú nú. Hvar varstu svo sem?«
»Lýg ég því. £ú lýgur því aftur. Ég var niðri í
Seli«.
»Nú jæja, sko, þú varst niðri í Seli. Var Elín ekki
komin áður en þú fórst?«
»Jú, mig minnir hún væri rétt nýkomin«.
»Nú, sko. Minnir þig þá ekki, að Símon væri líka
kominn áður þú fórst?«
»Hvaða ónot eru þetta og tortrygni? Mér vitanlega
kom Símon alls ekki þann sunnudag, enda kemur
hann ósköp sjaldan til mín«.
»Jú; hann er, sko, einmitt vanur að koma oft til
þín; það veit ég nú fyrir víst«.
»Jú, satt er það, að hann kemur nokkrum sinn-
um til min til þess að biðja mig að nálgast »þann
rauða« fyrir sig. Ég hefi leyft honum hagagöngu
fyrir klárinn í Nesinu, af því hann borgar mér oftast
vel fyrir það. Annars höfuin við svo sem ekkert
saman að sælda. Reyndar þykir mér alt af gaman að
tala við hann, því maðurinn er prýðisvel greindur«.
»Heyrðu, Páll. Við skulum fara af baki og fá
okkur bragð. Veðrið er svo gott, og okkur liggur
ekkert á heim. Það er sunnudagur að morgni«.
f*eir riðu út af veginum og stigu af baki.
»Hana; súptu, sko, ærlega á. Þetta er ekkert«,
sagði Guðmundur og ýtti llöskunni jafnóðum að Páli
og hann gerði sig líklegan til að skila henni. Páll
drakk töluvert, en Guðmundur lítið.
Guðmundur hallaði sér að Páli og sagði innilega:
»Við erum nú lengi búnir að vera nágrannar, Páll
minn. Og við höfum alt af verið góðir vinir«.
»Og það er nú af þvi, að ég hefi alt af látið und-
an þér í öllu og hliðrað til fyrir þér, Guðmundur
sæll«, sagði Páll með ertnislegri rödd.