Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 58
52
Guðm. G. Bárðarson:
[ IÐUN’N'
Vér íslendingar höfum bygt land þetta í rúm 1000
ár. Sá tími er sem lítið augnablik úr allri ævi þess.
í sögum, annálum og öðrum fornritum eru greindar
margar upplýsingar um ævi landsins á þessu tíma-
bili. En lengra getur sagnfræðin ekki rakið hana.
Þá tekur jarðfræðin við. Hún hefir skygnsl miklu
lengra aftur í aldirnar og leitast við að tendra ljós
í hinum yztu myrkrum löngu liðinna alda, svo oss
gæíist kostur á að vita lítið eitt um það, hvernig
land vort hefir litið út og við hvaða kjör það hefir
átt að húa, jafnvel á þeim tímum, er mennirnir enn
ekki höfðu stigið fótum á jörðuna.
Jarðfræðin hefir ekki við rituð skjöl eða annála
að styðjast. Heimildarskjöl hennar eru jarðlögin. þar
hafa náttúrukraftar þeir, sem slarfað hafa að myndun
landsins, sjálíir skráselt sögu atburðanna. Hlutverk
jarðfræðinnar hefir verið að þýða þær rúnir. Hefir
henni á þann hátt tekist að safna iniklum og merki-
legum fróðleik um myndun landsins og ævi þess frá
ómunatíð.
Hér á eftir ætla ég að skýra frá því merkasta, sem
jarðfræðingar hafa leitt í ljós í þessu efni.
Áður en ég byrja á aðalefninu, verð ég, til skiln-
ingsauka á því sem eftir fer, að skýra lesaranum
lítið eitt frá sögu jarðarinnar í heild sinni og drepa
á það, hvernig jarðfræðingar skifta ævi jarðarinnar í
tímabil eða kafla, eftir jarðmyndunum þeim, sem
kunnar eru.
Það er ællan manna, að jörðin hafi í upphafi verið
glóandi hnöttur, er skilist liafi frá geisistóru glóandi
hveli, sem bæði sól vor og allir fylgihnetlir hennar
(jarðstjörnurnar) hafi myndast af.
Þegar jörðin varð sérstakur hnöllur og tók að
snúast um sinn eigin öxul, var hún mynduð af hin-
um sömu frumefnum, sem hún hefir að geyma enn
þann dag í dag. En þau voru i byrjuninni glóandi