Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 107
IÐUNN]
Nýtt skólafyrirkomulag.
101
II. Höfuðgallarnir á núverandi
skólafyrirkomulagi.
1. Allar námsgreinar eru liafðar undir i
einu. Af því leiðir, að tíminn, sem ætlaður er hverri
grein, verður mjög sundur skiftur og að fjöldamörg
hlé verða á námstímanum. Ollu því »pensum«, sem
á að nemast til prófs, verður því að skifta niður á
þessa tíma. Námsheildin í liverri grein verður að •
bútast niður í fjölda marga smáparta, sem kallaðar
eru »iektíur«. En í raun og veru er hver grein að
meiru eða minna lejdi samanhangandi heild. Við það
að bútast í sundur, er hætt við að samhengið tapist
nemendum og áhngi þeirra sljófgist. Frá nemendanna
hálfu verður námið því eins og verk, sem unnið er
með ígripum og á hlaupum. En sú vinnuaðferð er
ekki hentug og er oft hætt við, að slík vinna verði
lélega af hendi leyst. Það er og auðsætt, að með því
að allar greinarnar eru söinu kjörum undirorpnar,
þá hrærast þær allar saman i kenslutímum og undir-
húningstímum. Ut úr skolti rándýranna þeytist nem-
andinn inn í rétthyrnda þríhyrninga, ríður svo gand-
reið suður til Sahara; skönnnu síðar óina honum
fyrir eyrum enskar setningar; svo fer hann herferðir
ineð Alexander mikla og lolts hlustar hann dotlandi
a danskt kvæði. Öll þessi fyrirbrigði eru aðskilin
nieð klukkuhi ingingum. Þegar skólabjöllunni er
liringt, veit nemandinn, hvað klukkan slær, hvort
hann á að fara til rándýranna eða fara hugförum
ahur í fornöld til Alexanders mikla, eða reyna að
fika sig í gegnum völundarhús ílatarmálsfræðinnar í
hringum og þríhyrningum. í undirbúningstímunum
ei' sama máli að gegna. Nemandinn veður úr einni
greininni i aðra; er þá oft hælt við, þegar mikið er
að gera, að einhver greinin verði útundan. Víst er
Utn Það, að eigi er slíkt óalgengt, að nemendur van-