Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 84
78
Guðm. G. Hárðarson:
[ IÐUNN
um greinum eytl af höfuðstólnum og þannig rúið
landið og gengið í lið með eyðandi öilum náttúr-
unnar.
Skógarnir hafa verið beittir og höggnir óspart, án
þess nokkuð væri að þeim hlynt; enda er þeim nú
að fullu eytt í heilum héruðum; eru það mikil feg-
urðarspjöll á útliti landsins og stór óhagur seinni
mönnum. Engjar og hagar hafa víða verið nýttir til
hins ýtrasta, án þess þeim væri nokkur sómi sýndur.
Margar ár, sem áður voru fiskisælar, eru nú þur-
ausnar að fiski, »laxa- og silungamóðirinft1) hefir
fyrir löngu verið flæmd þaðan burtu.
Hvölunum er að mestu eytt, og um eitt skeið voru
eggver víða að því komin að hverfa úr sögunni
vegna óskynsamlegrar meðferðar. Það er og alment
mál, að fiskigengdirnar gangi ekki eins inn á firðina
nú og áður; en hvað sem því líður, þá má með
góðum rökum ætla, að þar hljóti fyr eða siðar að
sjást högg á vatni, ef öll fiskiútgerð vex framvegis
eins hröðum skrefum við landið, eins og síðustu
áratugi.
Sem betur fer, er mönnum nú farið að skiljast, að
það borgi sig ekki að rýja landið, heldur þurfi að
hlynna að því og bæta það stórum, ef það eigi að
geta fætt alda og óborna. Verður þá efst á baugi
ræktun landsins, ræktun engja, aukning túna og
margvislegar umbætur aðrar, sem miða að því að
gera landið sjálft betra og lífvænlegra fyrir
eftirkomendurna. — Slíkar landsbætur eru þegar
byrjaðar og vinnur fjöldi inanna að þeim árlega um
öll héruð, eftir því sem getan leyíir. — Reyndar
ganga þessar umbætur hægar en margur áhuga-
maður myndi óska, en það gengur í áttina, og þessi
landsbóta-starfsemi mun með tíð og tíma umskapa
1) Þ. e. viölialds- eö.'t jafnvægisaíl náttúrunnar?