Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 112
106
Árni Þorvaldsson:
[ IÐUNN
var að taka burtfararpróf, við prófdómanda. Og Hkt
þessu hefði hann mátt segja um kennara í íleiri
námsgreinum. Það er hverjum manni auðsætt, að
slíkir kennarar framfylgja ekki prófkröfunum. Allir
ættu og að geta séð, hve skaðlegt þetta er fyrir skól-
ana og hve miklu ósamræmi í einkunnum í sömu
grein það getur valdið við skólana (ef þeir væru
margir). Væru nú prófm skrifleg að mestu eða öllu
leyti, yrði þessari »Ieiðslu« ekki komið við, og sú
raunverulega kunnátta nemandans kæmi þá í Ijós;
en þá reyndi líka meira á þolrif hans. Áraskifti eru
og stundum að því, hve ströng ársprófm og burt-
fararprófin eru við sama skólann, og ber margt til
þess: sami kennari misjafnlega strangur, misjafnir
prófdómendur (oft breytt um þá), misstrangir dómar
(einkunnir), misþung verkefni. Að réltu lagi á að
hafa fastan mælikvarða á kunnáttu nemenda, og þeim
mælikvarða á ekki að breyta, nema prófreglugerðinni
sé breytt um leið. Verkefnin verða að vera sanngjörn,
hvorki of þung né of létt. Að velja þau er ekki á
færi annara en góðra fræðimanna. Illa valin verkefni
eru rangindi gagnvart neinendum og kennurum og
geta gert prófin að markleysu. Vitanlega er það ekki
nema sanngjarnt og sjálfsagt frá kennarans hálfu, að
prófkröfurnar séu í fullu samræmi við kensluna.
Slakur kennari getur ekki heimtað eins mikla kunn-
áttu af nemendum eins og duglegur kennari. En al-
þjóð manna á heimtingu á því, að við skólana kenni
að eins þeir menn, sem séu starfi sínu vaxnir og
geti fullnægt lögskipuðum kröfum. •
6. Hver nemandi er flutlur úr bekk þeim,
sem hann er í, upp í næsta bekk fyrir ofan,
ef lionum tekst að ná ákveðinni meðalein-
kunn eða tröpputölu við prófið í öllum greinum
samanlögðum; þó má að eins einn vitnisburðurinn
vera núll. Aflur á móti er ekkert því til fynrslöðu,