Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 96
90
Agúst H. Bjarnason:
| IÐUNS
utanlands og innan, en það á hinn bóginn á engar
þær eignir eða þá sjóðu, er það geti gripið til, ef í
nauðirnar rekur og þörf er á að vernda stjórnarfars-
legt og fjárhagslegt sjálfstæði þess. Eg sé ekki betur
en að hér sé mikil hætta á ferðum, og að ekki sé
ráð nema í tíma sé tekið, ef ekki sé nú þegar fundið
eitthvert það bjargráð, er á sínum tíma geti bjargað
oss út úr ógöngunum.
En þótt landið sé nú sem stendur í þessum fjár-
hagskröggum, og þótt nú aðalhugsjón sócíalismans
um að gera framleiðslu alla og atvinnurekstur að
félagseign eigi, eins og sýnt hefir verið fram á, lítið
sem ekkert erindi til vor að svo komnu máli, er þar
með alls ekki girt fyrir, að þetta geti ekki að ein-
hverju leyti orðið ein af framtíðarhugsjónunum hér á
landi eins og svo víða annarsstaðar. En óhjákvæmi-
legt skilyrði fyrir því, að slík hugsjón geti nokkru
sinni komist í framkvæmd, er þó að minni hyggju
það, að mikill auður, sem landið eða einstök bæjar-
félög fá yfirráð yfir, safnist fyrir í landinu, og að
landsmönnum fari stórum fram í allri verkhygni og
trúmensku i þjónustu hins opinbera. En — munuð
þið spyrja — hvernig má það verða, eins og nú er
ástatt, að oss safnist auður, — og gengi það ekki
kraftaverki næst?
Til þessa útheimtist ekkert kraftaverk, heldur fyrir-
hyggjan ein og sú ósérplægni, sem er í því fólgin,
að sjá ekki einungis sjálfum sér, heldur og landinu
i heild sinni og komandi kynslóðum farborða með
því nú þegar eða innan mjög Iítils tíma að leggja á
sig ofurlitla skyldukvöð. Og skal eg nú lýsa þessu
nokkru nánara.
Einhver örasta og öllugasta sjóðstofnun, sem hugs-
ast getur, er almenn líftrygging. Páll heitinn
Briem hreyfði þessu fyrir mörgum árum, og próí.
Guðm. Hannesson tók aftur að hreyfa hugmynd